7.3.2009 | 05:38
Hver er manneskjan?
Þá erum við búnir að láta trollið fara í annað sinn í hafið, köstuðum seinnipart fimmtudags og var híft aftur í gærmorgun, var þá komið skítaveður og bræla, pumpuðum 400 tonnum af svartkjaftinum um borð. Var Ægir ekki fallegur á að líta í gærdag og höfðum við því hægt um okkur, en er kvölda fór í gærkvöldi fór hann að sína okkur smá miskunn og var ákveðið að trollið skildi í hafið fara og erum við á toginu í þessum skrifuðu orðum. Tók ég stutt spjall við Hjálmar yfirstýrimann og tjáði hann að lítið væri um að vera, "bölvaður skakstur og lítil innkoma" en 3 neminn hafi verið rauður áðan en breytt sér svo aftur í fagurgrænan framsóknarlit og virðist líka hann vel.
En þá að allt allt öðru, eins og kunnugt er þá vorum við í slipp í Reykjavík s.l. haust og var nóg að gera í handraðanum þar við hinar ýmsu endurbætur og fleira. Var okkur vélaliðinu og Stéfáni stýrimanni boðið í stórfenglegt matarboð til yndislegra hjóna á höfuðborgarsvæðinu. Er frúin á heimilinu í miklu uppáhaldi hjá Stéfáni en hún hefur lesið sig inn í hug og hjarta okkar Íslendinga með sinni einskærri rödd á undanförnum áratugum.
Spyr ég nú, hvað heitir þessi ástsæla kona og hvaða þætti stýrir hún í útvarpinu?
Viljum við senda þeim skötuhjúum okkar bestu óskir og þökkum enn og aftur fyrir frábæran mat og yndislega kvöldstund í september sl.
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ætla að giska á að þetta sé Sigríður Guðmundsdóttir sem sér um óskastundina á rás 1
Kristján R Bjarnason, 7.3.2009 kl. 08:08
Kristján, þú ert mjög heitur, en ekki 100% rétt
Jón Kjartansson SU-111, 7.3.2009 kl. 16:44
Gerður G Bjarklind
Nágranni Stebba á Kongó (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:35
Rétt er það, "nágranni Stebba á Kongó", þetta er engin önnur en Gerður G Bjarklind stjórnandi Óskastundarinnar. Hefur Stéfán verið að ræða þetta matarboð mikið á Djúpavogi? Okkur er spurn, var hann mjög ánægður að hitta uppáhalds þáttastjórnanda sinn, sendum við bestu kveðjur til Stéfáns.
Jón Kjartansson SU-111, 8.3.2009 kl. 01:18
Þetta hefur nú ekki verið mikið rætt,en ef ég þekki hann Stebba rétt þá veit ég að hann er mjög montinn með þessa heimsókn. Kveðjur til ykkar frá okkur hér á kongó. Baddi og Stebbi
Baddi (Aðalsteinn Jónsson) (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.