Leita í fréttum mbl.is

Hver er manneskjan?

Þá erum við búnir að láta trollið fara í annað sinn í hafið, köstuðum seinnipart fimmtudags og var híft aftur í gærmorgun, var þá komið skítaveður og bræla, pumpuðum 400 tonnum af svartkjaftinum um borð. Var Ægir ekki fallegur á að líta í gærdag og höfðum við því hægt um okkur, en er kvölda fór í gærkvöldi fór hann að sína okkur smá miskunn og var ákveðið að trollið skildi í hafið fara og erum við á toginu í þessum skrifuðu orðum. Tók ég stutt spjall við Hjálmar yfirstýrimann og tjáði hann að lítið væri um að vera, "bölvaður skakstur og lítil innkoma" en 3 neminn hafi verið rauður áðan en breytt sér svo aftur í fagurgrænan framsóknarlit og virðist líka hann vel.

En þá að allt allt öðru, eins og kunnugt er þá vorum við í slipp í Reykjavík s.l. haust og var nóg að gera í handraðanum þar við hinar ýmsu endurbætur og fleira. Var okkur vélaliðinu og Stéfáni stýrimanni boðið í stórfenglegt matarboð til yndislegra hjóna á höfuðborgarsvæðinu. Er frúin á heimilinu í miklu uppáhaldi hjá Stéfáni en hún hefur lesið sig inn í hug og hjarta okkar Íslendinga með sinni einskærri rödd á undanförnum áratugum.
stebbidjup

Spyr ég nú, hvað heitir þessi ástsæla kona og hvaða þætti stýrir hún í útvarpinu?

Viljum við senda þeim skötuhjúum okkar bestu óskir og þökkum enn og aftur fyrir frábæran mat og yndislega kvöldstund í september sl.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján R Bjarnason

ætla að giska á að þetta sé Sigríður Guðmundsdóttir sem sér um óskastundina á rás 1

Kristján R Bjarnason, 7.3.2009 kl. 08:08

2 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Kristján, þú ert mjög heitur, en ekki 100% rétt

Jón Kjartansson SU-111, 7.3.2009 kl. 16:44

3 identicon

Gerður G Bjarklind

Nágranni Stebba á Kongó (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Rétt er það, "nágranni Stebba á Kongó", þetta er engin önnur en Gerður G Bjarklind stjórnandi Óskastundarinnar. Hefur Stéfán verið að ræða þetta matarboð mikið á Djúpavogi? Okkur er spurn, var hann mjög ánægður að hitta uppáhalds þáttastjórnanda sinn, sendum við bestu kveðjur til Stéfáns.

Jón Kjartansson SU-111, 8.3.2009 kl. 01:18

5 identicon

Þetta hefur nú ekki verið mikið rætt,en ef ég þekki hann Stebba rétt þá veit ég að hann er mjög montinn með þessa heimsókn. Kveðjur til ykkar frá okkur hér á kongó. Baddi og Stebbi

Baddi (Aðalsteinn Jónsson) (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband