Leita í fréttum mbl.is

Loksins smá fréttir af aflabrögðum...

...og kominn tími til. Erum búnir að snara um 1.650.000 kg. af svartkjafti um borð og hefur bara gengið vel, fyrir utan smá rifrildi á trolli, var þá ekkert annað en að slá hinu undir og hefur fiskað ágætlega í það. Veðrið hefur leikið við okkur þennan túrinn, er það eitthvað annað en menn eiga að venjast, á þessum stað og þessum árstíma, er þetta sannkallað veðrahelvíti þar sem hver lægðin á eftir annarri fer hér hjá. Getur þetta tekið á taugar manna svo um munar en er það nú aldeilis ekki hjá okkur á Sulla. Sævar átti afmæli á þriðjudaginn og óskum við áhöfnin honum til hamingju með daginn, tökum ekki fram hversu gamall hann var.

Þokkalega heilbrigður þarna!!!

Læt ég fylgja hérna eina mynd að afmælisbarninu, var kokkurinn með eitt af því betra sem maður fær í matinn, það er mauksoðið íslenskt fé með Indverja og svo að sjálfsögðu kjötsúpu, var þessu gerð góð skil.

Annars eru allir hér með besta hesta heilsu, þangað til næst.

kv. Jón Kj.

SVH

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband