Leita í fréttum mbl.is

Komnir á miðin og búið að kasta

Góðan og blessaðan daginn netverjar góðir, vorum að renna trollinu í hafið eftir tveggja sólarhringa stím frá Eskifirði, virðist kolmunninn vera að færa sig norðar, erum við nú staddir 550 sjómílur frá Eskifirði en vorum um og yfir 700 mílur frá firðinum í fyrsta túrnum eftir að við hættum gulldepluveiðunum.

Þeir félagar Bjarni, Sigurrjón, Hjálmar yfirstýrimaður og Böbbi vélstjóri fóru í land eftir síðasta túr og komu að sjálfsögðu ferskir menn í þeirra stað, Sævar sleðakall, Óðinn ferðalangur, Stebbi Ghana búi og Þorsteinn maskínustjóri. Má geta þess að Óðinn fór tvisvar sinnum yfir á Búðareyri í fríinu sínu og Stéfán er víst kominn undan Ghana manni sem flúði undan þrældómi fyrir 200 árum og endaði á Djúpavogi. Kokkurinn fékk nýja uppþvottavél í inniverunni og hafa allir vélstjórarnir klórað sér í hausnum yfir því hvernig eigi að tengja þessa ofursúpermaskínu, því enginn tengill er nógu öflugur fyrir slíka vél í skipinu, hafa maskínustjórar eftir miklar pælingar fundið út að leggja þurfi nýjan stofn, allt frá rafala og upp í eldhús, og þýðir ekkert minna en 100 Amper. Guðni yfirkjölsvín er með Dodda í ströngu aðhaldi og lætur hann hlaupa fram og til baka um allt skip, fréttist það að Doddi hafi verið að pulsa sig heldur betur upp á Bæjarins Besta er hann var í borg óttans í fríinu.

Heitasta æðið hér um borð þessa stundina er facebook-in og eru menn á öllum stundum að eignast nýja og nýja vini, er maður ekki maður með mönnum nema fá sér svo sem eitt andlit, og játar undirritaður hér og nú að hann sé kominn með eitt slíkt, hvað sem hann ætlar að gera svo við það.

kapteinninn á facebook?

 

 

 

 

 

 Hér er Kapteinn Grétar að skoða fésbókina sína og má til gamans geta að hann á orðið nokkur hundruð vini enda vinsæll maður þar á ferð.

Hefur Stéfán Ghana búi lýst undrun sinni á allri þessari vitleysu sem fésbókin er, er þá bara spurning hvort ekki eigi að stofna félagasamtök á facebook, "Stéfán Þór Kjartansson á facebook". Væri gaman að fá svo sem nokkur komment um það.

Þangað til næst, strákarnir á facebook-inu, og Jóni Kjartans.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband