Leita í fréttum mbl.is

Nýr túr hafinn með fiskilöggu um borð.

   Já góðan og blessaðan daginn gott fólk, héðan af Sulla er allt fínt að frétta, vorum í landi á mánudaginn og lönduðum við 1200 tonnum, þar af var 90 tonn makríll og 85 tonn kolmunni. Gekk löndun stóráfallalaust fyrir sig, að mestu, gleymdu menn sér aðeins í gleðinni við að pumpa dýrmætum gjaldeyri í land og settu bátinn heldur mikið á hliðina og slitu þar með einn enda. Allt endaði þetta nú á besta veg og eftir smá tiltal frá vakthafandi vélstjóra, lofuðu löndunarmenn því að þetta skyldi ekki aftur gerast, menn hefðu bara verið svo ánægðir að fá okkur aftur undir löndunarkranann eftir smá frí hjá okkur, voru allir vinir að lokum.

   Erum við með um borð í þessum túr fiskilöggu, verður hún nú okkur ekki til vandræða, þar sem minnsta málið er að múta henni og það með öllum andskotanum.  Gengur það vel. Eeen að öllu gamni sleppt þurfum við ekki að hafa áhyggjur af löggunni þar sem allt er sko í bestasta standi hjá okkur, eru tveir svo mjög samviskusamir menn hér um borð sem sjá um prufur og sýnatöku. Eru það Stéfán stýrimaðurinn frá Kongó og Óðinn Leifsson prjónakall, segist Ói nú prjóna að meðaltali tvær ullarpeysur á dag er hann er í landi, hef ég nú ekki fengið þetta staðfest hjá henni Þorbjörgu.

   Það er aldrei að vita nema ég komi með mynd af löggunni hérna á síðunni, og jafnvel smá viðtal, kann nú ekki við að æða inn í klefann hans núna og smella mynd af honum, til að birta núna, þar sem hann sefur sínum væra blund. Erum við nú á toginu og eru 2 nemar komnir inn er þetta er skrifað.

Þar til næst

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband