19.8.2009 | 02:35
Nýr túr hafinn með fiskilöggu um borð.
Já góðan og blessaðan daginn gott fólk, héðan af Sulla er allt fínt að frétta, vorum í landi á mánudaginn og lönduðum við 1200 tonnum, þar af var 90 tonn makríll og 85 tonn kolmunni. Gekk löndun stóráfallalaust fyrir sig, að mestu, gleymdu menn sér aðeins í gleðinni við að pumpa dýrmætum gjaldeyri í land og settu bátinn heldur mikið á hliðina og slitu þar með einn enda. Allt endaði þetta nú á besta veg og eftir smá tiltal frá vakthafandi vélstjóra, lofuðu löndunarmenn því að þetta skyldi ekki aftur gerast, menn hefðu bara verið svo ánægðir að fá okkur aftur undir löndunarkranann eftir smá frí hjá okkur, voru allir vinir að lokum.
Erum við með um borð í þessum túr fiskilöggu, verður hún nú okkur ekki til vandræða, þar sem minnsta málið er að múta henni og það með öllum andskotanum. Gengur það vel. Eeen að öllu gamni sleppt þurfum við ekki að hafa áhyggjur af löggunni þar sem allt er sko í bestasta standi hjá okkur, eru tveir svo mjög samviskusamir menn hér um borð sem sjá um prufur og sýnatöku. Eru það Stéfán stýrimaðurinn frá Kongó og Óðinn Leifsson prjónakall, segist Ói nú prjóna að meðaltali tvær ullarpeysur á dag er hann er í landi, hef ég nú ekki fengið þetta staðfest hjá henni Þorbjörgu.
Það er aldrei að vita nema ég komi með mynd af löggunni hérna á síðunni, og jafnvel smá viðtal, kann nú ekki við að æða inn í klefann hans núna og smella mynd af honum, til að birta núna, þar sem hann sefur sínum væra blund. Erum við nú á toginu og eru 2 nemar komnir inn er þetta er skrifað.
Þar til næst
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.