Leita í fréttum mbl.is

Bongó blíða

Sælt veri fólkið, ekki höfum við náð að halda sama gangi á veiðunum eins og við byrjuðum túrinn á, hefur síldin verið dálítið brögðótt og öllu fremur stygg, mega starfsmenn í brú hafa sig alla við við að snara síldinni í trollið og koma henni í pokann. Erum við búnir að taka 3 hol og aflinn um 800 lestir, máttum við leita í sólarhring að síldinni eftir annað holið okkar áður en við köstuðum aftur.

Dagurinn í dag er búinn að vera algjör Kongó, spegilsléttur sjór og bjart. Hafa menn nýtt sér daginn í hin ýmsu verk og fór ljósmyndari síðunnar á stjá vopnaður myndavélinni og fangaði nokkur augnablik. 

Afleysingarkokkurinn hann Bjarni er svo sannarlega að standa sig í stykkinu, hefur hann borið fram nýbakað bakkelsi með kaffinu dag eftir dag og er óhætt að segja að menn leggi ekki af í þessum túrnum.

Er kokkurinn hér að huga að bakstrinum, hvort það sé ekki allt í lagi með þetta hjá sér.

Hér svo afraksturinn "warm apple pie" og einnig tvær hendur sem tilheyra tveim góðkunningjum kokksins, skal ósagt látið hvort fleiri hafi verið búnir að fá sér bita af kökunni er þarna var komið við sögu, en spyr ég nú, hverjir eiga þessar hendur?

 Óðinn var í óðaönn að þrífa bátinn hátt og lágt er ljósmyndari rakst á hann, hér sést hann munda háþrýstibyssuna og beina henni að brúnni,  taldi hann vissara fyrir menn að flækjast ekki fyrir sér því þá ættu menn ekki bara hættu að fá all hressilegt bað heldur líka orðið fyrir húðskemmdum og jafnvel misst útlimi, svo öflug væri byssan.

 Hér sést svo undirritaður uppi á vinnuborði og þrífa hátt og lágt, ástæðan að hann skuli vera uppi á borði er sú að hann er dálítið stuttur, en það er bara í annan endann, ekki báða.

 

 

 Slóu menn upp í heljar grillveislu eftir amstur dagsins og sá Þorsteinn maskínustjóri, settur sérstakur aðstoðarmaður kokksins, um að grilla ofan í liðið. Stóð Óðinn klár á kantinum og tilbúinn að þrífa grillið eftir notkun.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband