Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 15:10
Blóð, sviti og tár
Jæja gott fólk, góðan og blessaðan daginn. Í pistli dagsins er margt að minnast, sl. miðvikudagsnótt héldum við feðgar til hafs á ný eftir að búið var að landa úr síðasta túr og reyndust vera góð 1600 tonn í skipinu eftir þá veiðiferð. Vorum við komnir á miðin um morguninn og lét Alli sitt troll út fyrst til að geta startað vinnslunni sem fyrst. Var svo ákveðið að kíkja í trollið í gærkvöldi og reyndist góður afli vera í, seigur strákurinn okkar. Renndum okkar trolli út eftir það og lagði kapteinninn Stéfáni stýrimanni línurnar fyrir nóttina. Um sex leytið í morgun er yfirvélstjórinn var að hysja upp um sig buxurnar og moka stýrurnar úr augunum fyrir sína vakt kom Stéfán hinn rólegasti inn í klefann og tjáði honum að það þyrfti að fara gera eitthvað, Hvað nú? spurði vélstjórinn, deila út vatni deila út vatni endurtók stýrimaðurinn. Eftir að lestin var klár var byrjað að hífa og reyndist þetta þyngra en andskotinn sjálfur og ætlaði sekkurinn ekki að komast upp með góðu móti. Öllum brögðum var beitt og var kapteinninn sjálfur kominn upp á stjórnpall til að stjórna aðgerðum og Stéfán stýrimaður niður á dekk að taka á móti sínum afla. Ljóst var að ein lest mundi ekki duga undir þetta ofurhal og hófst vinna við að gera fleiri lestar klárar. Er uppi var staðið reyndust vera 950 tonn í þessu hali af hreinum makríl eftir þessa 6 tíma hjá stýrimanninum frá Kongó.
Þess má til gamans geta að mjög bjart er í eldhúsinum hjá okkur þennan túrinn, skín birtan út um öll op á því, enda er engin önnur en Birta sjálf, dóttir kapteinsins sem stendur við pottana og er hún meira að segja réttu megin við eldavélina, þ.e.a.s. fyrir framan hana en ekki bakvið eldavélina eins og Guðni Ágústsson sagði um árið.
Bkv. Strákarnir á Jóni Kjartanssyni (og stúlka)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2008 | 12:48
Komnir í land.
Komið þið sæl.
Já eins og sést á fyrirsögninni erum við komnir í land en lítið hefur verið að hafa síðasta sólahring, en við erum með um 1600 tonn af síld og makríl .
kv strákarnir á Jóni Kjartanssyni SU 111.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 00:32
Kropp og rúmlega það.
Komið þið sæl.
Það var fínasta kropp í dag hjá okkur og við skúbbuðum í gegn um 18 tommuna rúmum 500 tonnum , nánast allt makríll og voru menn bara ánægðir með það . Núna erum við komnir með í kælilestarnar hjá hjá okkur svo það er farið að síga á seinni hlutann á þessum túr . Annars fóru sviðin vel í menn og nú bíðum við bara eftir sunnudags steikinni og ísnum .
Við biðjum að heilsa í bili . Strákarnir á Jóni Kjartanssyni SU 111.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 00:28
Er Makríll í þokunni
Komið þið sæl .
Núna er bara svarta þoka svo ekki sést á milli skipa . En við hífðum í dag ck 450 tonn og það var rúmur helmingur makríll . Núna erum við bara hleri hjá Alla, annars gengur lífið hér um borð sinn vana gang og allir við hesta heilsu . Það er kominn svolítill spenningur í Stebba , því kokkurinn ætlar að vera með Svið á morgun.. Ekki amalegt það .
Við biðjum að heilsa í bili eða þar til næst , kv strákarnir á SUlla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 11:55
Morgunstund gefur gull í mund.
Komið þið sæl.
Já við hífðum kl 0600 í morgun og það voru bara heil 400 tonn í posanum í þetta skiptið og tæplega helmingur makríl restin var síld, sem eftir miklar bollaleggingar hjá Stefáni stýrimanni talaði norsku , en hann er ekki mjög sleipur í norðurlandatungumálum, en með hjálp orðabókar sem Sigurður Færeyingur gaf honum tókst honum að þjóðkenna kvikindið .
Einhver bað okkur um fréttir af Alla. Við vitum nú frekar lítið um gang mála þar um borð þó hefur frést að önnur frystilestin sé að verða full og annað markvert má víst lesa í DV .
þá höfum við þetta ekki mikið lengra í bili , jú kannski við látum það fylgja með að það fór að rjúka úr Gumma Hafsteins og héldu menn að hann hefði hlaupið svona mikið á dekkinu eða leist vind með þessum afleiðingum en þegar betur var að gáð var sígarettustubbur í hettunni á hettupeisunni hans og tókst giftusamlega að slökkva í áður en skaði hlaust af. Hafði kokkurinn hent sígarettu út um brúargluggann . Já það er ýmislegt að varast á sjó
Yfir og út Kv strákarnir á sulla.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 08:57
Fyrsta hol hjá okkur
Þá erum við búnir að taka fyrsta holið og ekki riðum við feitum hesti frá því eða rétt um 160 tonn . En þá að öðrum fréttum , eins og flestir vita er Guðni yfir,yfir ofur vélstjóri í fríi og fréttist af honum á Selfossi í gær og þykir okkur líklegt að hann sé að kynna sér starfsemi Framsóknarflokksins þar og sennilega búin að snapa sér kaffi heimboð hjá nafna sínum Ágústsyni .
Grétar er líka í fríi og á leið til sólarlanda en við höldum að hann verði að slaufa ferðinni vegna þess að hann gleymdi rauðu stuttbuxunum um borð ..
Þetta er orðið gott að bulli í bili . Kv strákarnir á sulla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2008 | 03:08
Nýr túr
Komið þið sæl og blessuð .
Þá erum við lagðir af stað í nýjan túr . Aðalsteinn byrjaði á því að kasta í Norfjarðardýpi og fékk bara síld . Núna dólum við okkur austur á bogin í von um að finna Makríl þegar veðrið lagast , en eins og allir hafa heyrt er hitabeltis lægð að hrella okkur um þessar mundir . Við munum flytja ykkur meiri fréttir þegar veðrið lagast og við verðum farnir að veiða eitthvað .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 06:55
Það hafðist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2008 | 20:35
Svo er nú það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 11:45
Hífðum í gær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða