Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
25.7.2010 | 15:38
Síðasti túr fyrir Verslunarm. helgi.
'Eg (Guðni) tók að mér að setja inn eina færslu þar sem aðal síðuritari er í fríi.
Hann á heima á KLAKAVÍK (Húsavík) og er hann þar á MÆRUDÖGUM í ca. 6 stiga hita á C.
Það kom í fréttum að það hafi verið 6000 gestir þar, þeir hljóta að hafa talið með
hunda og fugla.
Stefán (frá Djúpavogi er í frí núa, og er það að frétta af honum í dag að hann
svaf yfir hádegisfréttunum
Af okkur er það að frétta að við verðum í landi á morgunn og förum í verslunarmanna helgar frí,
þá ætla margir að fara eitthvað með ferðavagnana, (sumir eiga splunku nýja með öllu).
Það er ungur drengur með okkur í þessum túr hann Heitir Heimir Andri og er hann
að læra sjómennsku af Pabba sínum (sem er enginn annar en Atli á Eskfirðingi).
Ekki tapa ég eða skipstjórinn þyngd í dag, það var rjómaterta áðan og það
verður líklega ís í kvöld.
Með bestu kveðju frá Guðna á Músalæk (Músalækur er stór jörð sem afi á
og er hún staðsett í Vöðlavík, Þannig að ég og mínir hafa tilkall þar).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2010 | 03:02
Landleið
Góðan og blessaðann, í þessum skrifuðum eigum við einungis tæplega þriggja tíma siglingu eftir á Eskifjörð, er áætluð lending þar 5:45 að staðartíma. Erum við með ríflega 1600 tonna afla í lestum skipsins, mest megnis síld með smá makrílblöndu. Það helsta er það að við höfum haft fiskilöggu með í þessum túr, heitir sá kumpakáti fír Heimir nokkur Karlsson og kemur frá Hornafirði, höfum við haft ánægju að hafa hann með okkur.
Hér er hann í embættisstörfunum, að ná sér í eina af mörgum prufum.
...en þessi en nú sallarólegur á því...
Neineineinei, þetta hefur nú varla verið þarna!!!!!!
Neinei, það var nú bara síldin sem náði athyglinni í þetta skipti.
Þessi hafði nú ekki komið út á dekk í háan herrans tíð, var nú alltaf í koju er verið var að taka trollið, en hann náði nú síðasta holinu og mætti galvaskur á dekkið, eitthvað hefur hann verið búinn að gleyma hvernig öryggisbúnaðurinn átti að snúa en ég er ekki frá því að þetta mundi virka betur svona ef á skyldi reyna.
Þar til næst.
kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2010 | 02:36
Síðasta hol
Já það kom loks að því að kallið kom úr landi, eigum við að vera við bryggju í kvöld, erum við því á okkar síðasta holi. Veiðarnar hafa nú gengið hálf rólega hjá okkur í þessum túr, höfum við verið að leita að síld og virðist vera að litla síld sé að finna, en aftur á móti er nóg af makrílnum og það um allan sjó. Er aflinn um 1550 tonn hér um borð, fengum að vísu ágætt í dag, líka að borða (kem að því síðar), og hífðum +350 tonn af hreinnri síld.
Koma hér nokkrar myndir úr túrnum og látum þær tala sínu máli.
Út úr þokunni líður kynjamynd.........
1.vélstjóri og undirritaður að smíða fyrir stýrimanninn frá Kongó.
Á meðan var yfirvélstjórinn í andlegri hugleiðslu, nei fyrirgefið þið, það voru fréttir í útvarpinu....
Kokkurinn grillaði handa mannskapnum/skepnunum í dag...
...og tóku menn vel til matar síns.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2010 | 04:55
2. síldar/makríll túr
Jæja góðir lesendur, héðan af okkur sullamönnum er svo sem allt fínt að frétta, erum byrjaðir á okkar öðrum túr á síld og makríl, var tekið smá helgarfrí eftir fyrsta túrinn þar sem ekki þótti ráðlegt að byrja of skart eftir svo langt stopp hjá okkur. En þess má geta að við lönduðum um 1000 tonnum af makríl og 860 tonnum af síld eftir fyrstu veiðiferðina. Þegar hér er komið við sögu erum við búnir að taka tvö hol og aflinn 500 tonn, eitthvað er nú rólegt yfir þessu eins og er, en horfum við björtum augum á framhaldið.
Þessi slæddist með í fyrsta holinu, er þetta með þeim stærri makríl sem maður hefur séð og vó hann alls 890 grömm.
Svo var það þessi hér
sem kom líka með í trollið, og eru nú sterkar kenningar um hvaða fisktegund hér sé um að ræða, kannski einhverjir glöggvir blogglesendur þarna úti geta komið með svarið?
En þá að allt allt allt öðru, eða það sem lífið snýst um þessa dagana, og ekkert hefur verið rætt um hér á síðunni, þ.e.a.s. Há Emm. Eru nú tréklossaþjóðin komin í úrslit og mæta þar annað hvort spanjólunum eða nasistunum. En leika tvö síðastnefndu liðin einmitt í kvöld og er kominn smá spenningur í mannskapinn. Mig persónulega langar að sjá Holland og Spán í úrslitum en það kæmi ekkert á óvart að synir Hitlers taki þetta og fari alla leið, hafa þeir spilað einn besta boltann á mótinu og eru snöggir að refsa mönnum. Kemur allt í ljós í kvöld.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar