28.4.2010 | 03:18
Kom að því...
...að ég setti svo sem eina færslu hér inn í þessum túrnum. Er þetta allt gert fyrir Sigurjón löndunarkall, segir hann að ég sé ekki nógu duglegur að blogga, það séu svo margir sem fylgjast með okkur á þessu bloggi og ég verði að vera duglegur. Tek ég þessi orð hans með fyrirvara þar sem allir þeir sem skoða þessa síðu (að hans sögn) skilja aldrei neitt eftir í athugasemdum, gaman væri ef svo margir fylgdust með okkur að einhverjir af þeim mörgu mundu kvitta kannski fyrir, ja kannski svona annað slagið
En þá að allt allt öðru, einn áhafnarmeðlimurinn hér um borð eignaðist afabarn í fyrradag, var þar á ferðinni lítill drengur sem leit dagsins ljós, óskum við afanum, ömmunni og að sjálfsögðu nýbökuðu foreldrum innilega til hamingju með litla prinsinn.
Hér er svo afinn, Hreggviður Friðbergsson, að flaka sér kolmunna til þerris, bragðast hann (þ.e.a.s. kolmunninn) mjög vel er búið er að þurrka hann.
Þá að fiskifréttum, erum við á okkar fjórða holi og hefur veiðin eitthvað dregist saman, er svo komið að búið er að pumpa einum 900 tonnum í lestar skipsins. Í einni dælingunni slæddist með einn fiskur er lítur svona út...
...og er menn vorum búnir að kíkja í fiskabókina var niðurstaðan sú að hér væri á ferðinni Fagurserkur (lat; Beryx splendens, ens; alfonsino). Lifir hann á 25m og niður á 1300 metra dýpi og getur orðið 70cm langur, algengast 25-40cm.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.4.2010 | 01:17
Sumardagurinn Fyrsti.
Jú landsmenn kærir, til sjávar og sveita, það er komið sumar, óskum við ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. Í tilefni hans kemur hér mynd af okkar ástkæra ylhýra fána.
Hann er fallegur íslenski fáninn
Ekki hefur farið mikið fyrir bloggi hér í þessum túr, á það allt sínar eðlilegu skýringar, en strax í byrjun túrs tók fjarskiptakúlan á það ráð að bila, var ekkert símasamband né netsamband hér um borð og við nánast samskiptalausir við umheiminn. Loks er þegar veður gafst var farið upp í kúlu til að líta á aðstæður, má þess geta að við fengum leiðinlegt veður á útleiðinni og klóraði dallurinn sér vel, bak og stjór, og ekki þótti ráðlegt að klifra upp í kúlana þá. Kom í ljós að reim sem snýr mekkanó-inu í kúlunni var í sundur og engin vara reim til um borð. Voru góð ráð dýr þá, þar sem þetta er helsta tækið sem þarf að vera í lagi hér um borð. Var brugðið á það ráð að reyna líma reimina saman, kom nú límkíttið sér vel fyrir, límdum við gúmmíborða utan á reimina og svona til öryggis setti yfirvélstjórinn nokkur saumaspor í hana líka, sýndist mér það hafa verið ZIK-ZAK spor sem hann brúkaði. Var reiminni skellt í og virkaði fínt, og gerir enn. Var nú samt eitthvað stopult hjá okkur netsamband fyrst eftir þetta, en heyrði ég að aðrir bátar hafi líka verið að lenda í því, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Hér er svo verið að koma reiminni fyrir á sinn stað aftur, spurning hver ætli eigi þessar fætur?
Ekki hefur veiðin verið mikið síðri í þessum túr en í þeim síðasta, er svo komið að við siglum í átt að eldfjallaeyjunni Íslandi sem heldur betur hefur minnt á sig upp á síðkastið og gert hinn ýmsa usla um alla Evrópu. Siglum við nú með um 2000 tonna afla sem fékkst aðeins í fjórum holum, er hann í sérstakri kælimeðferð hjá maskínustjórum.
Hérna er pokinn komin upp og virðist bara vera vel í, var dælt 650 tonnum úr þessum sekk.
Kranamennirnir að gera allt klárt fyrir dælingu...
...hefst svo dælingin og kolmunninn fer sína leið ofan í jökulkalt vatnið í lestunum.
Stund á milli stríða, hér meðan á dælingu stendur.
Hjálmar yfirstýrimaður var skipstjóri í þessari veiðiferð, hér í brúarglugganum að fylgjast með því sem er að gerast á dekkinu, sáttur með þetta 650 tonna hol.
Ef allt gengur að óskum þá verðum við í landi árla morguns föstudags.
Þar til næst.
Sumarkveðja Jón Kj.
SVH
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.4.2010 | 02:40
Djö.......and.......helv....og þaðan af verra...
...en auðvitað á maður ekki að blóta svona eftir frábæran túr hjá okkur, en þannig er nú bara það að ég var búinn að skrifa þessa fínu fínu færslu og átti bara eftir að birta hana, en NEI færslan hvarf af skjánum og lét ekki sjá sig meir, er þetta svona eitt af þeim augnablikum sem manni langar gjörsamlega að rústa tölvunni og maður bölvar hvaða andskotans asna datt í hug að framleiða eitthvað svona drasl sem klikkar á ögurstundu.
En við erum jú á leið í land eftir að hafa fengið um 700 tonn í kvöld og erum við því með 2250 tonn innanborðs af svartkjafti sem fékkst í fjórum holum. Ætla ekki að hafa þetta lengra þar sem ég verð að reyna ná mér niður af reiði.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 03:23
Frábær dagur að baki.
Það var sannkallað sumarveður hér á kolmunnamiðum í dag, sól, logn og hitinn um 15°C, sem sagt algjört bongó Fóru menn út á dekk að viðra sig og njóta veðurblíðunnar og snurfusa að hinu og þessu. Var ljósmyndari síðunnar ekki langt frá vopnaður myndavél.
Aldursforsetinn um borð hann Sjonni, var vopnaður pensli í dag og var að dytta að hinu og þessu....
....þá var undirritaður að bardúsa við snúningsrótor á stóra krananum að koma í veg fyrir smávægilegan glussaleka....
....á meðan var Guðni í hinum krananum eitthvað að skoða tanngarðinn í honum, þess má geta að sólin var svo sterk um tíma að ráðlegt var að setja upp rafsuðuhjálm til að varnast blindu....
....þá stukku sumir á það ráð að forða sér úr allri birtunni og komu sér vel fyrir innan í skiljara í smá skugga....
....svona er sjórinn búinn að vera í dag, spegil sléttur og fínn, vel hægt að spegla sig í honum eins og myndin ber með sér.
Bjarni kokkur beið svo með klárar vöfflur handa mannskapnum er menn komu í kaffi. Og svona til að setja punktinn yfir i-ið með þennan frábæra dag var híft eftir kvöldfréttir og dældum við 500 tonnum úr sekknum, erum við því komnir með um 1550 tonn eftir þrjú hol, ekki slæmt það
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2010 | 13:41
Mættir á gráa svæðið
Þá erum við mættir á þetta umtalaða gráa svæði sem er á milli Færeyja og Skotlands, eftir rúmlega tveggja vikna páskafrí. Vorum við rúman sólarhring að sigla frá Eskifirði og hingað suður. Vorum við mættir hér í gærkvöldi og var varpan látin fara í faðm Ægis rétt fyrir miðnætti. Var þrjú neminn eitthvað farinn að gelta í hádeginu tjáði kapteinn Grétar mér er við vorum að snæða sunnudags lambabakið, var því gerð góð skil og rann það ljúft niður með vallas. Mikil traffík er hér á þessum veiðislóðum, og eru um 30 skip að eltast við svartkjaftinn, eru það allra þjóða kvikyndi sem hér eru, þó mest megnis Íslendingar, Færeyingar og Rússar.
Eitthvað heyrði síðuritari á göngunum að þetta væri orðið reyklaust skip, Bjarni afleysingakokkur og Raggi stýrimaður væru hættir að reykja, á eftir að fá það staðfest hjá þeim, en ef svo er, er þetta sjálfsagt eitt af mjög svo fáum skipum sem reyklaust er, ber nú að fagna því, kannski með koníak og vindli!!!!!!!!!!!!!!!
Höfum þetta gott í bili.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2010 | 14:17
Kolmuni.
Lagt var af stað til kolmunaveiða í gærkvöldi eftir að nót og annnar búnaður sem henni tilheyrir hafði verið settur í land. Veiðisvæðið sem haldið er á er djúpt vestur af Írlandi, þar eru á veiðum írsk, norsk , rússnesk og nokkur íslensk skip og er þeim að fjölga. Vegalengd á miðin um 650 sml.
Sigling á miðin tekur um 2 sólahringa lítið annað að gera á leiðinni en að horfa á sjónvarp þar sem nóg er af fótbolta og mikið af sparkspekngum um borð sem geta rifist um sín lið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 12:05
Ritstíflan brostin, loðnu annáll
Já það fór ekki svo að ritstíflan sem hrjáði síðuritara héldi endalaust, er hann nú sestur aftur fyrir framan tölvuna berjandi á takkana á lyklaborðinu. Erum við í þessum skrifuðu á leið til Eskifjarðar úr 4. og jafnframt síðasta loðnutúrnum okkar, og eru um 1500 tonn í dallinum nú, höfum við því fiskað um 5500 tonn á vertíðinni sem allt hefur farið í hrognatöku. Hefur þessi vertíð gengið svona upp og niður, ekki alveg snurðulaust fyrir sig. Í fyrsta túrnum voru menn eitthvað tens, enda ekki furða, hafði svarta garnið ekki komið hér um borð í heil tvö ár, og menn misstressaðir, þó aðallega fallhlífamennirnir. Voru sett í lög hér um borð að bannað væri að blístra eða gefa frá sér einhver auka hljóð aftan við brú er menn stóðu klárir við að kasta nótinni eftir að fallhlífarmennirnir létu hana húrra frá borði undir fögrum söng spilkerfisins. Var það algjört BÚÚÚMMM það kast og alls ekki hægt að koma sökinni á kallinn í það skiptið þar sem hann var enn í rólegheitum að stinga út torfuna sem hann HUGÐIST ætla að kasta á.
Nótin hefur fengið alveg sérmeðhöndlun hjá okkur og virðist líka það vel að láta handfjatla sig, en höfum við lent í þó nokkru rifrildi með hana, en ekkert það alvarlegt að það hafi verið óyfirstíganlegt. Fengum við gefins frá syninum okkar honum Alla í eitt skipti á meðan verið var að tjasla stóru stykki í nótina og var það vel þegið, reyndust það vera um 300 tonn sem þeir gáfu okkur, þökkum fyrir það.
Ekki var nú nótin alltaf ánægð með okkur því í einu kastinu fékk hún alveg heiftar reiðikast og böðlaðist út úr kassanum í einum rykk. Stóðu menn alveg orðlausir en bölvuðu yfir þessum látum í hljóði og hugsuðu með sér að nú yrði gaman, eða hitt og heldur. Þegar byrjað var að draga kom í ljós að hún hefði gjörsamlega umturnast svo um munar, tók það okkur 7 klukkutíma að greiða úr flækjunni og koma henni í rétta horfið aftur.
Ekki hefur þetta verið svona hjá okkur í hverju kasti, nei nei síður en svo, höfum við átt barasta fínustu köst þar sem ekkert hefur komið uppá, vorum við að fá alveg upp í 600 tonn í kasti. Brælur hafa nú sett svip sinn á þessa vertíð og voru menn nú búnir að fá sig fullsadda af þeim, en kom svo að því að kári og Ægir létu undan og fengum við fínasta veður nú í síðasta túrnum. En það voru fleiri sem gáfu okkur afla en sonurinn, vorum við á snapinu í gær, en Óli og hans piltar á Álseynni VE gáfu okkur ein 150 tonn og svo gaf gamli sulli, Lundey NS, okkur 80 tonn. Var nú slegið í klárinn eftir það og vélin tjúnuð á hærri snúninginn og haldið heim á leið, þar sem kvótinn er uppurinn.
Þarna erum við að fara fram úr Berki NK á heimstími, rétt vestan við Hrollaugseyjar.
Bjarni og Hreggviður í saumaskapnum.
Það var nóg að gera í saumaskapnum.
Ekki er ég með myndir undir höndum síðan í gær er Álsey og Lundey voru að gefa okkur, en hægt er að skoða myndir af því á annarri síðu.
Kolmunninn er svo næst á dagskrá hjá okkur og verður farið að gera klárt fyrir hann eftir löndun.
Síðuritari er í fríi í næsta túr og tekur einhver við ritstörfum á meðan.
Hér kemur svo ein mynd sérstaklega fyrir hann Sigurrjón, var hann eitthvað að kvarta að það væri aldrei mynd af honum, Raggi er svo einbeittur við saumaskapinn að hann hafði ekki tíma til að líta upp til ljósmyndarans.
þar til næst.
kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 08:38
Bið og bræla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2010 | 23:01
Erum að koma í land
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2010 | 21:14
Erum á veiðum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Víkingar náðu naumlega jafntefli
- Opnaði markareikninginn fyrir Íslendingafélagið
- Viktor talar og hlær í svefni
- Lítið sofinn en ekki illa sofinn
- Liverpool óstöðvandi í Meistaradeildinni
- Stórstjarna Frakka fór mikinn í öruggum sigri
- Valskonur fjarlægðust botnsvæðið
- Íslandsmeistararnir áfram á sigurbraut
- Annar sigur Þórsara gegn toppliðinu á fjórum dögum
- Lærisveinar Alfreðs áttu ekki roð í meistarana