7.5.2008 | 13:37
Blíðu veður en lítil veiði
Erum nú staddir við suðurkantinn á Munkagrunni, sem er beint suður úr Færeyjum. Veðrið getur ekki verið betra sól og blíða, og er Óðinn Leifsson orðinn fallega brúnn eftir mikla legu í sólabaði. Nú er togað lengi og lítið annað að gera en að liggja í sólbaði og borða grillsteikur að hætti kokksins. Í gærkvöldi hífð 380 tonn og í fyrradag 140, lengi togað. Að sögn lestarstjórans 850 tonn í skipi.Ps það náðist að mynda skipstjóran og Óðinn er þeir voru að viðra sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2008 | 00:05
Rólegt yfir veiðum
Það er fremur rólegt yfir kolmunaveiðum, köstuðum í morgun og hífðum lítið ca100 tonn eftir 8 tíma, og erum núna að leita.
Eins og flestir kannski sjá er komin toppmynd á síðu af öllu Jónum Kj, reyndar sést bara aðeins í stefnið á þeim fyrsta sem var smíðaður í Danmörku 1956 og var 63 brt. Hann hét síðan Einir og var gerður út undir því nafni á Eskifirði. Þessi bátur var dæmdur ónýtur 1982, en þá hét hann Jón Pétur.
Jón nr 2 var smíðaður í Noregi 1963 og var 278 brt, síðar hét hann Guðrún Þorkelsdóttir þá Sæberg og síðast Eskfirðingur en skipið sökk á Héraðsflóa 1988.
Jón nr 3 var var smíðaður í Englandi 1949 sem síðutogari og hét fyrst Jörundur og þá Þorsteinn Þorskabítur, og Sigurey, kom 1966 til Eskifjarðar, og sökk 1973 út af Reyðarfirði þegar skipið stundaði loðnuveiðar.
Jón nr 4 var smíðaður í Þýskalandi 1960 og hét Narfi, 1980 selt til Eskifjarðar og þá skírður J.K., skipinu var breytt mikið í Póllandi 1997-99 endurbyggt og sett í það ný vél, síðar hét skipið Guðrún Þorkelsdóttir og heitir nú Lundey NS, frá 2006. Myndir nr 2 og 3 frá hægri er skipið.
Jón nr 5 var smíðaður í Svíþjóð og Danmörku 1978, og hér Eldborg HF var seldur til Eskifjarðar 1988 og skírður Hólmaborg, frá 2006 Jón Kjartansson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2008 | 20:31
Lítið að frétta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 23:41
Á leið á miðin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2008 | 11:14
Aðalsteinn Jónsson er látinn
Í morgun bárust okkur þar fréttir að Alli væri dáinn, hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í morgun. Viljum við áhöfnin á Jóni Kjartanssyni votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð.
Sigling heim gengur vel verðum í landi milli 18 og19 í kvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 12:53
Á landleið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 20:10
Erfiður dagur í gær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 17:08
92 ára afmæli í dag
Í dag haldið upp á 92 ára afmæli Sigurðar Joensen, og Ragnars Eðvarðssonar, en Sigurður er 49 ára í dag og Ragnar verður 43 ára þann 1 maí. Buðu þeir til veislu í borðsal skipsins þar sem tertur voru fram bornar fagurlega skreyttar. Er það mál manna að þeir hafi elst mjög vel, en þeir tóku snemma út fullann vöxt, þó að þeir hafi alist upp á mjög ólíku fæði, sem sagt Sigurður á færeyskum mat grind og spiki og skerpukjöti ásamt fl. Sagna segir að Ragnar hafi aðallega borðað kornflex og cocapuffs á sunnudögum allt annað hafi honum fundist vont. Ekki er vitað hvenær veisluhöldum líkur en Ragnar segir að það sé viðtekin venja hjá sér að halda sína veislu allavega fram yfir 1 maí og ætlar hann að bjóða öllum sem lesa þetta í baráttu kaffi í i Valhöll þann dag, en það hefur hann gert undanfarin ár. Látum myndirnar tala sínu máli, og óskum við skipsfélagar þeim innilega til hamingju með daginn.
Af veiði er það að frétta kastað var í morgun eftir tæplega sólahrings brælu og er sæmilegt útlit og sennilega fljótlega hífað eftir mat ef menn treysta sér til vegna mikilla þrekrauna við matarborðið í dag, þar sem boðið hefur verið upp á tertur og steikur í allan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2008 | 15:28
Vetrar veður í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 13:06
Fyrsta hol..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar