Leita í fréttum mbl.is

Frekar dapurt fiskirí

Hífð í morgun 250 tonn eftir langan drátt. Á svæðinu eru núna 16 skip 9 íslensk 6 færeysk og 1 frá Spáni. Trollinu kastað aftur rétt fyrir hádegi, að því búnu sest að snæðingi hjá brytanum okkar Sigurði Færeying, eins og hann er oftast kallaður, boðið var upp á sjálftökuborð að hætti brytans, sem samanstóð af síld smorrebrod og tilbehorende.   Hér er svo ein mynd af brytanum að störfum.Mr Sigurður Joensen bryti

Haugasjór og hálfbræla

Óðinn að slaka trollinuOg eitthvað lætur undan, tjakkur i kraftblökk brotnaði. Dældum 400 tonnum úr pokanum og erum farnir að toga aftur. Guðni yfirmússi er búin að festa blökkina með keðjum í réttri stellingu, Atli Fel 4 vélstjóri og Stebbi Kongó 5 vélstjóri voru hans hægri og vinstri hönd við verkið.

Annars allt gott að frétta hér allir hressir og Óðinn Leifsson setti nýtt persónulegt met í gær hann hljóp milli borðsals og brúar 103 sinnum. Og í tilefni af því sett mynd af honum hér við að slaka trollinu, svo allir geti séð hversu vel hann er á sig kominn.


Þolinmæðisvinna

Löng tog á kolmunnanum þessa daganna, í morgun hífð 400 tonn og afli þá orðinn 950 tonn. Púllarar glaðir í dag en Nallarar sorgmæddir. Í kvöld verður Guðni Þór örugglega í Man Utd búningnum sínum með medalíuna hangandi á sér sem hann fékk þegar hann gekk í klúbbinn. En hann sagði skilið við Liverpool fyrir áramót og sagði sig úr klúbbnum hér um borð þar sem hann var skemmtanastjóri. þannig að nú eru 3 eftir í Liverpool klúbbnum hér um borð og Doddi er enn formaður. Vonandi næst mynd af Guðna í búningnum í kvöld  og verður hún þá sett hér inn siðar.

Róleg rólegt

Það er róleg yfir kolmunaveiðinni núna, togað lengi og fremur lítill afli búið að taka tvö höl 250 og 300 tonn eftir löng tog. Veðrið er ágætt hér núna hæg norðvestan átt.

Kastað kl 1400 í gær........

og híft eftir 18 tíma. Afli greinilega minnkandi hér á slóðinn og minna að sjá en verið hefur. Bátarnir dreifðir og láta fremur illa af veiði. Verið að dæla fyrsta halinu, veðrið svona týpískt hér norðan 12-15 m/s.

Á siglingu í suður átt

Kl 0200 i nótt farið frá Eskifirði áleiðis á kolmunamiðin, og áætlað að koma á miðin um hádegi á sunnudag. Nú styttist alltaf siglingin því Svartkjafturinn er að síga í norður átt og sýnir sig vonandi brátt í Færeyskri lögsögu. Ágætt veður hér norað 10 m/s.

Komnir í höfn

Lagst var bryggju kl 0700 í morgun, vel gekk síðasta spölinn frá Stokksnesi og heim, og stendur löndun nú yfir, síðan viðgerðir á ýmsum búnaði og sennilega farið aftur út á föstudag.

Farið að mjakast áfram

brælumyndKomnir af stað aftur, haldið í norður átt og reynt að nálgast landið.  Veður NA 15-20 M/S og mikill sjór. Erum að koma upp á Mýragrunn, gætum orðið i landi seint í nótt eða fyrramálið.

Bræla

Drullubræla hjá okkur strákunum og og okkur miðar ekkert áfram. Veðrið fór að versna um miðnætti, og í alla nótt verið bræla. Siglum bara 2-3 sml upp í veður og vind. Kranafótur brotnaði undan öðrum krananum í morgun, já eitthvað hlýtur að lát undan í þessum ósköpum. Ekki hægt að segja til um heimkomu en eitthvað á að lægja þegar líður á kvöldið. Erum 85 sml suður úr Stokksnesi.

Ennþá ágætt veður

Veðrið er enn ágætt hjá okkur á heimsiglingunni ASA 12-14 m/s, en við eigum von á brælu í kvöld eða nótt, skip sem eru komin norðar eru komin í leiðindaveður t.d. var Börkur NK í  NA 20 m/s á Lónsbugt, annars allt gott að frétta hér nóg að borða og allir við hesta heilsu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband