2.7.2009 | 21:24
Sjómenska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2009 | 22:21
Góður afli í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 22:26
Það er svo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 10:57
Þetta kemur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2009 | 08:37
komnir á veiðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 00:16
Tvær hífingar í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 12:51
Þá er það makríll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 08:12
Kolmunnavertíð lokið
Já góðir hálsar, og restin af búknum, þá erum við komnir á landstím og stefnan sett á Eskifjörðinn, eins og allar okkar veiðiferðir enda. Datt botninn úr allri veiði hér á Færeyjarmiðum og virtist sem svartkjafturinn hafi hreinlega gufað upp, náðum við að snara um 1250 tonnum í bátinn áður en yfir lauk. Segja tíðindin það að kvótinn sé uppurinn og búið sé að taka eitthvað af kökunni sem býður okkar á næsta ári.
Höfum við tekið saman það helsta um þessa vertíð: fórum við 10 veiðiferðir á svartkjaftaveiðar og fiskuðum við alls 13.600 tonn. Byrjuðum við veiðarnar á svokölluðu gráa svæðinu sem er á milli Færeyja og Skotlands, svo var tekin smá pása á kolmunna og farið á gulldeplu. Eftir hana tók svo alþjóðlega svæði vestan við Írland, Hatton-Rockall svæðið við. Er óhætt að segja að það sé eitt versta hafsvæði sem um getur og hefur ein mesta ölduhæð í heimi mælst þar, 29,1m (Google). Var svo haldið þaðan aftur á gráasvæðið og í færeyskan sjó. Miklar og langar siglingar standa að baki þessarar veiðiferða, telst okkur það að alls sé búið að sigla um 9.000 sjómílur, er þá ekki talið með leit og "kippir" í veiðiferðum.
Svo við setjum þetta í eitthvað samhengi þá eru 9.000 sm. samtals 16.668 km. Jafngildir það að fara hringveginn, þjóðveg nr. 1, 12 sinnum og 1/2 hring betur. Er það sú sama fjarlægð og frá Íslandi til suðurpólsins.
Sést svo hér hvar helstu átakasvæði okkar hafa verið í vetur, þ.e.a.s. gráa svæðið og Hatton Rockall, hafa siglingar þangað niðureftir reynt á menn og ekki síst skip ef þess á að geta.
Annars er það að frétta, er við vorum að gera sjóklárt í gærkvöldi sigldi eitt glæsilegasta skip í N-Atlantshafi, og þó víðar væri leitað, framhjá okkur. Var það að sjálfsögðu hin nýja Norðborg sem var á leið til sinnar heimahafnar í fyrsta sinn, verður hún í Klakksvík kl.14:00 og er mikil móttökuhátíð hjá Færeyingum af því tilefni. Hægt er að skoða dagskrá hér.
Það sem tekur annars við hjá okkur eru þrif á skipinu og einhver viðhaldsvinna hjá vélstjórum og leyfum við ykkur nú að fylgjast eitthvað með hvað er að gerast.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2009 | 02:23
Veiðar hafnar
Jæja, þá erum við byrjaðir á veiðum í okkar síðasta túr, fengum við skítakalda á okkur hingað og var því ákveðið að sigla í gegnum Vestmannasund, en það skilur að eyjarnar Straumey og Vágar.
Sést hér á myndinni hvar Vestmannasundið liggur og hvar við sigldum um. Má þess geta að vindmælirinn hjá okkur sýndi 30m/s rétt áður en við komum inn í sundið, blés því Kári hressilega.
Landslagið í Færeyjum er stórkostlegt, þar sem fjöllin há rísa uppúr hafinum með sínar snarbröttu hlíðar. Hér er það Koltur sem rís úr djúpi hafsins. En Koltur þýðir folald og á það vel við því næsta eyja við heitir einmitt Hestur og er mun stærri en Koltur.
Hestur er svo sunnan við Kolt, tignarlegur að sjá. Ekki hef ég hugmynd um af hverju þessi nöfn koma til, kannski einhver naskur netverji sem geti frætt okkur um það?
Erum við búnir að taka tvö hol eftir að komið var á bleyðuna, hefur það nú ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Hífðum við í gærkvöldi, voru þeir félagar Ægir og Kári heldur betur búnir að færa sig upp á skaftið og létu ófriðlega, er hlerar voru komnir upp og byrjað var að hífa á tromlunni hófust herleg heitin. Átti nú okkar öfluga tromla við ramman reip að draga, kvein og söng í öllu spilkerfinu eins og enginn væri morgundagurinn, svo þungt var í. Háðum við mikla baráttu við að ná þessu upp, minnti þetta einna helst eins og verið er að draga barmafulla nót á staut, vísuðu troll og höfuðlínukapall lóðbeint niður. Eitthvað varð undan að láta og slitnaði höfuðlínukapallinn hjá okkur og er við vorum að ná stykkinu inn byrjuðu möskvar að slitna og leysi og fleira, var nú kappkostað að koma þessu inn og gekk það furðuvel, alveg eins og vel smurð vél. Endaði þetta allt vel og náðum við sekknum á síðuna þar sem dælt var 530 tonnum úr honum, reiknast svo að komið er 850 tonn í bátinn eftir þessi tvö hol.
Ekki þótti ráðlegt að kasta aftur þar sem skíta bræla er á miðunum, vonumst við að lægi eitthvað með morgninum svo vara trollið fái að spreyta sig í undirdjúpunum við að klófesta svartkjaftinn.
Þar til næst
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 16:52
Til hamingju með daginn verkalýður
Þá erum við haldnir aftur til hafs á ný eftir að Tandrabergsmenn hafa landað uppúr skipinu, reyndust vera 1940 tonn af 1.flokks kolmunna sem við bárum að landi í þessum túrnum. Slegið var í klárinn klukkan eitt í nótt og stefnan sett á Færeyjarmið. Höfum við fengið á okkur kaldaskít í dag, á degi verkalýðsins, einnig á Raggi okkar stýrimaður afmæli í dag og fær hann bestu kveðjur í tilefni dagsins, er hann 44 ára gamall.
Fyrsti maí í Malaga, fyrsti maí í ár
Þúsundir manna í kröfugöngu
með slagorðsspjöldin letruð á
Gaddavír, gúmmíkylfur
vélbyssur sólin skein á
Fyrsti maí í Malaga
Fyrsti maí í ár.
Það var fallegt veður í Malaga
Þegar Francisco heiman fór frá
í hvítum fötum með stráhatt að láni
hafði fengið Don Petró hjá.
Konan sat heima og hamaðist
að pússa skeljar, flétta strá
sem hún seinna sendi á markaðinn
seldi stykkið 25 peseta á.
Börnin út á götu betluðu
sólarlandatúristar horfðu með viðbjóði á
struku sér um magann
og ultu inn á næstu krá.
Kröfugangan var barinn niður
hestar tröðkuðu fólkinu á.
Gúmmíkúlur, öskur, blótsyrði
kveinstafir, tár.
Það var 1. maí í Malaga
að Francisco dauður í götunni lá
Fyrsti maí í Malaga
Fyrsti maí í ár.
Er þessi texti eftir meistara Bubba Morthens, má einnig nefna að tónleikar voru með honum í gærkvöldi á Eskifirði og þóttu þeir takast mjög vel. Ekki komst undirritaður til að hlýða á kónginn þar sem hann þurfti að sinna sínum skyldum í lönduninni, en fóru nokkrir fulltrúar áhafnarinnar, m.a. kapteinn Grétar, Raggi afmælisbarn og Þorsteinn maskínustjóri, voru þeir sammála að Bubbi hafi sýnt sínar bestu hliðar.
Þó ástandið í þjóðfélaginu sé ekki gott þessa dagana er það nú ekki jafnt slæmt og Bubbi lýsir 1.maí í Malaga árið 1979. Skulum við vona að yfirvaldið fari ekki að nota vélbyssur og gúmmíkylfur gegn kröfugöngum verkalýðsins í framtíðinni, hvað þá að menn liggi dauðir í götunni. Stöndum saman vörð um okkar hagsmuni.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar