30.4.2010 | 05:18
Viðbrögð
Já það stóð ekki á viðbrögðunum sem maður óskaði eftir hér í síðustu færslu, gaman að sjá hvað margir tóku við sér og kvittuðu fyrir innlitið, hafið bestu þakkir fyrir og vonandi verður framhald á slíku. Einnig er svo komið að flestir okkar hér um borð, svei mér þá ef það eru ekki allir, eiga nú betri helming heima fyrir sem ég trúi ekki öðru en fylgist með okkur á þessari síðu, kalla ég hér með eftir viðbrögðum frá þeim líka
Þá að fiskifréttum, ef allt gengur að óskum, þá erum við nú á okkar síðasta holi og er ætlunin að koma með sem ferskasta afla að landi, verður þá allur afli kældur á landleiðinni. Hífðum við eftir hádegið í gær og reyndust vera 400 tonn í sekknum, ekki gekk holið þar á undan eins vel. Áttum við í mesta basli við að hífa trollið inn á tromlu, var þetta það þungt í að kapteinninn mátti keyra vel á því til að reyna lyfta pokanum upp svo hægt væri að hífa. Tókst það að lokum og komum við pokanum á síðuna og hófst dæling, sem gekk ágætlega í byrjun en varði því miður allt of stutt. Steinsökk pokinn og ekkert gekk, endaði með því að eitthvað lét undan, slitnaði stertinn og kranavírinn fyrir fiskidæluna fór sömu leið, en sem betur fer hélt kraftblökkin þessu. Endaði þetta með því að pokinn sprakk, kannski lán í óláni?, og náðum við honum upp með dælunni og öllu saman, má segja að þetta endaði betur en á horfðist, því ekkert grín hefði verið ef poki með nemum, dælu og fleira hefði farið í sjóinn. En það sem við náðum að dæla voru einhver 60-80tonn.
Löndun úr Jóni Kjartanssyni þann 16. apríl sl. (dagsetning á mynd er kolröng)
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott að þetta mjakast. Við tökum því bara rólega í slippnum.
vellarinn (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 16:53
Best að taka áskorun frá eiginmanni og kvitta fyrir
Hlakka mikið til að fá þig heim elskan
Bið að heilsa öllum
Marzenna (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 17:08
Það er ekki nó að biðja menn að kvitta og hætta síðan skriftum eða hvað
Jón Sendiherra (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 11:11
Segðu Jón sendiherra, ritstjórinn fór í frí og það er enginn sem skrifar á meðan!!!!!!!!!!!!!! vítavert kæruleysi
Ritstjórinn sem er í fríi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.