Leita í fréttum mbl.is

Rólegt yfir því....

já rólegt hefur verið hér um borð það sem af er Verslunarmannahelgarinnar og hafa skemmtanahöld gengið mjög vel. Engin fíkniefnamál eða kærur hafa borist lögreglunni eins og er, en í kvöld verður aðaldagskrá helgarinnar og má búast við margmenni. Þá munu menn (og konur) safnast saman eftir sunnudagssteikina og marsera fram á bakka og hlýða á bakkasönginn sem meistari Daði ætlar að stjórna um borð í Alla okkar. Vonumst við til að það verði búið að bindast traustarböndunum góðu við þá áður en sú athöfn hefst svo við heyrum vel í honum. Má til gamans geta að nóg er til af blysum til að tendra og mynda hina einu sönnu bakkastemmningu.

En að allt öðrum málum, eftir að búið var að dæla 250 tonnum úr pokanum í nótt var ákveðið að leita á önnur mið, siglum við nú í norðurátt til að freista þess að fá meiri afla, en fréttir herma að matarkistan hans Stéfáns stýrimanns hafi verið orðin tóm, en ljáði Stéfán mér það í stuttu viðtali í morgunsárið að hann væri með falskan botn í kistunni sem hann vildi eiga til hörðu áranna.

Mbkv. áhöfnin á Jóni Kj.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband