Leita í fréttum mbl.is

Endaslepptur túr

Já lok þessarar túrar bar skjótt að og siglum við nú söglum þöndum til Eskifjarðar og verðum þar um hádegisbil. Það er mikið búið að mæða á mannskapnum síðustu daga, er við vorum komnir á veiðislóð á sunnudag og ætluðum að renna trollinu í hafið þá lagði annað togspilið hjá okkur niður vinnu og var því hvergi hnikað. Fóru vélamenn skipsins í miklar samningaviðræður við spilið og lögðu fram ýmis tilboð en alltaf neitaði spilið þeim jafn harðan. Var svo komið að nú skildi leita til nýrra sáttasemjara og eftir að menn höfðu skoðað þann samning og fínpússað hann var hann lagður fram og samþykktur einróma, þökkum við þeim sáttasemjara vel fyrir, og gátu menn nú rennt trollinu í hafið. Um kvöldið var svo ákveðið að kíkja í vörpuna og reyndust vera 500 tonn í henni sem við pumpuðum yfir í Alla okkar Jóns en við höfum verið að toga með okkar trolli þar sem bæði troll hjá syninum eru í lamasessi.Alli að ná í barkann

Áttum við þá næsta hol. Er öll ljós voru farin að loga upp á stjórnpalli var ákveðið að hífa eftir kjarngóðan hédegisverð og kom þá andskotinn sjálfur í ljós og hafði hann hlaupið um allt troll og haft sína hentisemi á þeirri þeysireið. Voru góð ráð dýr hvernig ætti að ná þessu öllu saman um borð heilu og höldnu og unnu allir saman sem einn við að leysa úr flækjunni. Handagangur í öskjunniTókst það mæta vel eftir þó nokkurn tíma og gátu menn hafist handa við að dæla úr sekknum. Dældum við 600tonnum í okkur og náðum þar með að fylla okkur næstum því og vantar bara 50 tonn til. Tjáðu fróðir menn okkur það að aldrei hafi verið fylltur báturinn í fjórum holum né fengið svona stórt hol eins og fyrsta holið var (950 tonn) eru menn mjög kátir með þann árangur, og því má bæta að eitt af þessum fjórum holum var aðeins 250 tonn. Síldin á leið í lestar

Í gærkvöld þegar átti að láta trollið renna í greipar Ægis kom andskotinn sjálfur aftur í ljós með sína þeysireið um trollið, var því ákveðið að nú þyrfti að leita til galdrakarla til að losa sig við andskotann sjálfann úr trollinu, var þá stefnan tekin á Eskifjörðinn þar sem Stéfán netagerðarsnillingur mun beita öllum sínum töfrum til að hrekja burtu andskotann.

Sjáumst í næsta stríði.

Áhöfnin á Sulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Alltaf gaman að koma hingað og skoða.

Guðmundur St. Valdimarsson, 5.8.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband