13.2.2009 | 01:55
"Haldnir til veiða á nýjan leik"
Þá erum við lagðir af stað í þriðja túr á gulldepluna eftir að hafa pumpað 800 tonnum af gullinu í land. Fengum við nýjan poka á trollið sem við bindum miklar vonir við að muni reynast okkur happadrjúgur og eigi oft eftir að vera barmafullur af gullinu góða.
Renndum við okkur inn á Fáskrúðsfjörð til að kanna atvinnuástand bæjarins og í smá fíneseringu, sögðu kallarnir á kajanum okkur í stuttu viðtali að það væri dapurt ástand í loðnuvinnslunni, engin loðna til að frysta og ekkert gull bærist í bræðsluna, en skip Loðnu-vinnslunnar, Hoffellið, hefur landað gullinu sínu í Vestmannaeyjum undanfarið, vonuðust menn að loðnan færi að gefa sig fljótt svo hægt væri að gefa út meiri kvóta og þar með láta stærsta atvinnuhjól staðarins snúast.
Sigldum við fram hjá Skrúð í morgunsárið og má geta þess að róið var úr Skrúðnum og höfðust vermenn þá við í Skrúðshelli, sem talinn er stærstur allra hella á Austurlandi. Sagan segir svo í Skrúðnum býr "Skrúðsbóndinn" og hefur gert um aldir. Rændi hann sauðum bænda sem létu fé sitt ganga í eyjunni auk þess sem hann tók sér að kvonfangi prestdótturina á Hólmum við Reyðarfjörð. Reyndist Skrúðbóndinn sjómönnum oft hollvættur og bjargaði þeim inn í helli sinn úr sjávarháska.
Það voru félagar okkar á Syninum, þeir Þór og Lalli, sem komu með rétt svar við síðustu gátu og sendum við þeim og allri áhöfninni á Alla Jóns okkar bestu kveðjur.
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.