Leita í fréttum mbl.is

Þorrablót hjá áhöfninni

Jæja þá erum við búnir að taka þrjú hol í þessum túr, vorum komnir á miðin að morgni föstudags sl. og létum trollið renna í hafið, biðu menn spenntir eftir afrakstri dagsins og sjá hvernig nýji pokinn virkaði. Fór nú loftið úr flestum áhafnarmeðlimum er búið var að pumpa aflanum um borð, nema nóg var af lofti í Þingeyingnum ennþá, enda alvöru þingeyskt loft þar á ferð. Ákváðu nú menn á stjórnpalli að gefa pokanum annan séns og tókum við eitt hal í viðbót með hann, lét nú árangurinn á sér standa líkt og í fyrra skipti og reyndist ekki vera nema 120 rúmmetrar eftir þessar tvær sköfur. Telja menn að pokinn sé of "þétt riðinn" hvað sem það þýðir nú, en eitt er víst að gott er að vera "vel riðinn".

Yfir og fyrsti maskínustjóriMeiri partur af maskínustjórum skipsins, Björgólfur yfirmaskínustjóri og Sveinn hinn síungi, ritstjóri þessarar síðu, er hann algjörlega "óriðinn" þessa stundina.

Slóum við gamla pokanum aftur undir og tókum eitt hol í dag og reyndust vera um 150 rúmmetrar af deplunni í honum er við pumpuðum í kvöld.

 Flott hlaðborð hjá kokknum

Héldum við okkar árlega þorrablót hér um borð í gærkvöldi og gerðu menn góð skil af matnum, boðið var uppá það helsta sem tilheyrir þorramat, bæði súrt og nýtt, en töldu menn að það vantaði samt eina matartegundina, en til að vera svona nýmóðins sárvantaði pizzurnar á trogið hjá kokknum, bjargaði hann því flott og hafði heljarinnar pizzuveislu í hádeginu í dag. Tókst honum annars mjög vel með þorrablótið og á hann mikið hrós skilið.

kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svenni minn, þetta er eins og lesa gamla bók eftir halldór laxnes en gerir lesturinn mjög skemmtilegan að vísu. gangi ykkur vel á deppluveiðum.

Eddi Gjé (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 08:00

2 identicon

Sæll Eddi, þakka þér fyrir þessa samlíkingu, ekki amalegt að vera líkt við einn af mestu rithöfundum sem Ísland hefur alið af sér, sjálfu Nóbelsverðlaunahafanum, hygg vor mázki rita bók og verða Nóbelsskáld, hvur veit?

Ritstjóri síðunnar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband