19.7.2009 | 19:34
Það hafðist....
....að koma með smá fréttir, loksins loksins, af köllunum á Sulla. Hefur ritstjóri staðið undir mikilli pressu frá ýmsum aðilum, hvort sem er af sjónum eða úr landi, að koma með einhverjar fréttir. Vill ritstjóri ekki halda því fram að svo kölluð bloggleti hafi hrjáð hann heldur er hann að gera óformlega könnun á því hvort einhverjir saknar okkar eða hvað????? Eru menn hvattir til að skilja eftir eina og eina athugasemdir.
En að allt öðru, hér um borð hefur verið mikil gleði, þá aðallega hjá kongóbúanum og yfirmussamaskínumeistara, í dag, hafa menn jafnvel hoppað hæð sína í loft upp. Tilefnið? jú hitastigið komst yfir 10 gráður bæði á Eskifirði og Teigarhorni í dag, og gott betur en það, rúmar 15 gráður, takk fyrir. Kættust menn enn meira er þeir sáu að hitinn var hærri á fyrrnefndum stöðum en í nafla alheimsins, fyrir þá sem ekki vita hver nafli alheimsins er, er það að sjálfsögðu gamla góða vík, HÚSAVÍK. Er þetta í fyrsta skipti í túrnum sem hitastigið er hærra á Teigarhorni og Eskifirði en í Naflanum.
Eitthvað er nú veiðin að minnka hjá okkur og hefur verið lítið um að vera í dag, erum við búnir að hífa þrisvar sinnum og aflinn um 1050 tonn, mest megnis síld, hefur einn og einn makríll sést renna niður í lestarnar og er það ekkert til að tala um.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endilega halda áfram að blogga, alltaf gaman að fá fréttir af aflamönnum frá Eskifirði.
Kveðja Stjáni
Stjáni Hauks (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 09:48
jæja sveinn, þetta er ekki nokkur einasta frammistaða hjá þér drengur og skorum við guðmundarmenn á þig í bloggkeppni.:)
kv Eddi Gjé
Eddi Gjé (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:55
Sæll Eddi, ég er nú ekki vanur að skolast undan áskorunum, en eftir að hafa lesið bloggið ykkar undanfarið er mikið verk fyrir höndum að slá það út, hafa þetta verið hreint snilldar færslur hjá Haffa félaga mínum og ljósmyndarinn, réttur maður á réttum stað.
Kveðja til ykkar frá okkur
Ritstjóri (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 16:58
ég þakka hrósið með ljósmyndirnar, þar sem ég á nú heiðurinn af þeim alla vega úr síðasta túr og landleguni á þórshöfn:) en já satt er það haffi er snilldarmaður í alla staði
Eddi Gjé (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.