Leita í fréttum mbl.is

Það hafðist....

....að koma með smá fréttir, loksins loksins, af köllunum á Sulla. Hefur ritstjóri staðið undir mikilli pressu frá ýmsum aðilum, hvort sem er af sjónum eða úr landi, að koma með einhverjar fréttir. Vill ritstjóri ekki halda því fram að svo kölluð bloggleti hafi hrjáð hann heldur er hann að gera óformlega könnun á því hvort einhverjir saknar okkar eða hvað????? Eru menn hvattir til að skilja eftir eina og eina athugasemdir.

En að allt öðru, hér um borð hefur verið mikil gleði, þá aðallega hjá kongóbúanum og yfirmussamaskínumeistara, í dag, hafa menn jafnvel hoppað hæð sína í loft upp. Tilefnið? jú hitastigið komst yfir 10 gráður bæði á Eskifirði og Teigarhorni í dag, og gott betur en það, rúmar 15 gráður, takk fyrir. Kættust menn enn meira er þeir sáu að hitinn var hærri á fyrrnefndum stöðum en í nafla alheimsins, fyrir þá sem ekki vita hver nafli alheimsins er, er það að sjálfsögðu gamla góða vík, HÚSAVÍK. Er þetta í fyrsta skipti í túrnum sem hitastigið er hærra á Teigarhorni og Eskifirði en í Naflanum.

Eitthvað er nú veiðin að minnka hjá okkur og hefur verið lítið um að vera í dag, erum við búnir að hífa þrisvar sinnum og aflinn um 1050 tonn, mest megnis síld, hefur einn og einn makríll sést renna niður í lestarnar og er það ekkert til að tala um.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega halda áfram að blogga, alltaf gaman að fá fréttir af aflamönnum frá Eskifirði.

Kveðja Stjáni

Stjáni Hauks (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 09:48

2 identicon

jæja sveinn, þetta er ekki nokkur einasta frammistaða hjá þér drengur og skorum við guðmundarmenn á þig í bloggkeppni.:)

kv Eddi Gjé

Eddi Gjé (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:55

3 identicon

Sæll Eddi, ég er nú ekki vanur að skolast undan áskorunum, en eftir að hafa lesið bloggið ykkar undanfarið er mikið verk fyrir höndum að slá það út, hafa þetta verið hreint snilldar færslur hjá Haffa félaga mínum og ljósmyndarinn, réttur maður á réttum stað.

Kveðja til ykkar frá okkur

Ritstjóri (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 16:58

4 identicon

ég þakka hrósið með ljósmyndirnar, þar sem ég á nú heiðurinn af þeim alla vega úr síðasta túr og landleguni á þórshöfn:) en já satt er það haffi er snilldarmaður í alla staði

Eddi Gjé (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband