Leita í fréttum mbl.is

Ágætt gengi

Góðan og blessaðan, loksins hefur maður það af að setjast niður fyrir framan lyklaborðið og koma með einhverjar fréttir af okkur köllunum, en er ástæðan sú að ekki komu fyrr fréttir er að það var akkúrat ekkert að gerast hjá okkur í byrjun túrs. Örkuðum við norður fyrir land og ætluðum aldeilis að gera það gott þar en gripum heldur betur í tómt, og má segja að við höfum "búmmað" í fyrsta hali. Var því ákveðið að sigla aftur suður og skoða hin gjöfulu austfjarðamið. Var nú rólegt um að vera fyrst um sinn og þar að auki dálítill makríll í, horfir þetta nú allt til betri vegar og höfum við borið ágætlega úr býtum síðasta sólarhring. Telst svo til að komin eru um 1000 tonn í bátinn.

Heyrst hefur að sumir í áhöfninni séu á einhverju fylleríi, nánar tiltekið á fjárfestingafylleríi, hafa menn ýmist keypt hús á hjólum eða tæki til að draga svoleiðis. Ekki meir um það.

slappur.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fjárfesti í bjór!

 

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Svenni...Ekki trúi ég að þú sért á neinu fjárfestingafylleríi!! Sá samt ekki betur en þú værir með stóran vinnuflokk í einhverju þakskeggi....

Börkur (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:45

2 identicon

Sæll Börkur yfirveitustjóri, ég stjórnaði þessum vinnuflokk harðri hendi og var ekkert gefið eftir, var ég með nágranna mína með mér, meistara Kidda Lúlla á þeirri vinstri og stórbóndann Baldur Briem (hann les þetta örugglega:)) nágranna sveitunga þinn, á þeirri hægri. Fengu þeir ekkert útúr þessu nema ánægjuna sjálfa, ja og svo sem nýtt þakskegg líka. Var nú keypt sjálfrennireið fyrir afganginn, þar hefurðu það!!!

Bestu kveðjur á Lundann.

Svenni (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband