Leita í fréttum mbl.is

Snöggur endasprettur

Þá er þessum túr að ljúka, áttum við góðan endasprett og var dagurinn í gær hreint alveg magnaður, uppskárum við vel á áttundahundraðtonnið í tveim holum og vorum við komnir með í kælinguna eftir þau. Var því gert sjóklárt og stefnan tekin á fjörðinn fagra sem kenndur er við Eski. Er áætluð lending snemma í fyrramáli.

Sævar kokkur halaði inn margamarga punkta í gærkvöld, tendraði hann upp í grillinu og skellti einhverjum tugum kótilettum á það, sem runnu ljúflega niður í mannskapinn. Voru bornar fram ofnsteiktar kartöflur, guðdómlegt salat a´la sæsi og fl. með kjötinu. Máttu menn hafa sig alla við við að standa upp frá borðinu því eitthvað var belgurinn farinn að taka í.

Ekki er vitað hvenær brottför í næsta túr verður, þannig að...

...þar til næst.

kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband