Leita í fréttum mbl.is

Komnir á hafið á ný

Sælt verið fólkið, langt síðan síðast, höfum við á Sulla verið í býsna góðu fríi, eða frá því helgina fyrir verslunarmannahelgi. Var nú ástæðan fyrir stoppinu að blessaður makríllinn, sem við megum ekki veiða, þökk sé Jóni bé, var alltaf að flækjast fyrir okkur var því tekin sú ákvörðun að stoppa skyldi skipið þar til makríllinn væri hættur að blanda geði við síldina. Var það svo sl. sunnudagskvöld að blásið var í herlúðana og menn skildu klárir vera 13:00 á mánudegi, og nú skyldi fram sækja og fórnarlambið yrði sú norsk/íslensk ættaða síld. Er takmarkið að drepa mikið á stuttum tíma. Vorum við komnir á vígstöðvarnar í morgunsárið og lét Ragnar ofursti menn gera vopn sín klár. Hófst svo bardaginn, eftir fjögurra tíma sókn var nú ákveðið hvað mikið lægi í valnum, og viti menn, höfðum við drepið um 350 tonn af þessari fínu síld, er hún nú í sérmeðferð hjá vélamönnum skipsins, sem sjá um að hún haldist sem köldust og ferskust, er gott gengi þar á bæ.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband