Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Aðalsteinn Jónsson er látinn

     Alli JÍ morgun bárust okkur þar fréttir að Alli væri dáinn, hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í morgun. Viljum við áhöfnin á Jóni  Kjartanssyni votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð.

 

Sigling heim gengur vel verðum í landi milli 18 og19 í kvöld.


Á landleið

Lögðum af stað heim á leið kl 0900 í morgun, eftir að hífð höfðu verið 150 tonn. Komutími heima óviss vegna þess að haldi er hér beint í norður til að sleppa við óveður sem er í hafinu og út af suðausturlandi.

Erfiður dagur í gær

Þegar kvöldmat lauk í gærkvöldi og menn höfðu innbyrt nautasteik og ís á eftir var farið og híft, voru þá um 600 tonn í pokanum og að dælingu lokinni hélt afmælisveislan áfram, þá tók við kvöldkaffi og meira af tertum og góðgæti sem afmælisbarnið bar á borð. Síðan var dregið langhal og hífð í dag um 400 tonn. Nú vantar um 200 tonn og verið að toga við línuna milli Færeyja og Skotlands. Menn voru fegnir að fá soðningu í dag eftir veisluhöld gærdagsins. Bíða menn nú mjög spenntir eftir næsta ári en þá verður Sigurður bryti 50 ára. Síðan vil Ragnar ítreka að hann bíður öllum vinum og vandamönnum í kaffi og með því í Valhöll þann 1 maí, en það hefur hann gert í gegnum árin.

92 ára afmæli í dag

Í dag haldið upp á 92 ára afmæli Sigurðar Joensen, og Ragnars Eðvarðssonar, en Sigurður er 49 ára í dag og Ragnar verður 43 ára þann 1 maí. Buðu þeir til veislu í borðsal skipsins þar sem tertur voru fram bornar  fagurlega skreyttar.  Er það mál manna að þeir hafi elst mjög vel, en þeir tóku snemma út fullann vöxt,  þó að þeir hafi alist upp á mjög ólíku fæði, sem sagt Sigurður á færeyskum mat grind og spiki og skerpukjöti ásamt fl.  Sagna segir að Ragnar hafi aðallega borðað kornflex og cocapuffs á sunnudögum allt annað hafi honum fundist vont. Ekki er vitað hvenær veisluhöldum líkur en Ragnar segir að það sé viðtekin venja hjá sér að halda sína veislu allavega fram yfir 1 maí og ætlar hann að bjóða öllum sem lesa þetta í baráttu kaffi í i Valhöll þann dag, en það hefur hann gert undanfarin ár. Látum myndirnar tala sínu máli, og óskum við skipsfélagar þeim innilega til hamingju með daginn.

Af veiði er það að frétta kastað var í  morgun eftir tæplega sólahrings brælu og er sæmilegt útlit og sennilega fljótlega hífað eftir mat ef menn treysta sér til vegna mikilla þrekrauna við matarborðið í dag, þar sem boðið hefur verið upp á tertur og steikur í allan dag.Myndir siggi 001Myndir siggi 017Myndir siggi 010siggi bryti


Vetrar veður í dag

Í gær sumar blíða en nú er bræla og haldið upp í veðrið, suðvestan 20-25 m/s. Í morgun hífð 400 tonn og í gærkvöldi 450. Spáin segir að lægja eigi í nótt. Guðni var ekki Man Utd peysunni í dag, en það dugði ekki til þeir töpuðu samt.

Fyrsta hol..

gaf 350 tonn, hér er nú sumar blíða, suðvestan gola og sólskin.

Óskum öllum ættingjum og vinum gleðilegs sumar.

m2Frá kolmunaslóð suðvestur af Færeyjum. Lítið að frétta héðan, trollinu kastað í morgun, og menn bera sig fremur illa hér á miðunum í dag,  minna að sjá en verið hefur.

Bestu kveðjur Áhöfnin.


Það gekk ekki upp hjá Guðna Þór

Flotturað klæðast sinni glæsilegu Man Utd peysu í dag, spurning hvort medalíuna hafi ekki vantað líka. Nú velta menn því fyrir sér hvort hann feti í fótspor Atla Rúnars og leggi peysunni. En eins og eftir hefur verið tekið gekk lítið hjá Arsenal þegar Atli klæddist peysunni. Ekkert nammi í boði Liverpoolklúbbsins í kvöld. Einhver depurð yfir klúbbnum um borð. Kannski verður boðið upp á eitthvað í næsta leik.gmu

Á siglingu á miðin

Verðum þar undir morgun. Fengum met vigt 2515 tonn upp úr bátnum. En annars Liverpool menn daprir í dag, og nú bíða allir spenntir hér um borð eftir því hvort Guðni Þór klæðist Man Utd peysunni í kvöld, nýþveginni og straujaðri frá Láru, eða hvort hann lætur medalíuna duga.

Á heimleið

Verðum heima um kl 0400 í nótt, blíðu veður á heimsiglingunni.

Næsta síða »

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband