Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Sunnudagur til sælu

Góður dagur í dag 500 og 600 tonn, vantar aðeins 100 tonn í bátinn og verið að renna trollinu.góður sekkur

Hálfnað verk þá hafið er

Búið að taka 3 höl  3x400=1200 tonn. Gott veður og mikið af skipum. 34 skip á svæðinu. Allir við hesta heilsu og skemmst frá því að segja að Atli Rúnar klæddist ekki Arsenal peysunni í dag og liðið sigraði Reading örugglega.

Fyrsta tog

Fyrsta togið gaf 400 tonn, síðan þurfti að fara að leita og kastað aftur um kl 0600 í morgun. Afli virðist vera bestur í ljósaskiptum á morgnana og kvöldin. Ágætt veður hér austan 12 m/s.


Fórum út kl 0300 í nótt

og erum á siglingu á svokallaða gráa svæðið suður af Færeyjum. Þar er búin að vera ágæt veiði. Verðum komnir þangað ca 0300 í nótt eftir sólahrings siglingu að heiman.

Á siglingu í blíðu veðri

Hér er nú alveg renni blíða aldrei þessu vant, lagt var af stað heim á leið um kvöldmat í gær, ekkert að sjá á miðunum og öll skip að leita eða færa sig yfir í Færeysku landhelgina. Verðum í landi í fyrramálið kl 10-11 ef vel gengur. Afli um 1900 tonn að sögn lestarstjórans.

Að öðru, það er nokkuð ljóst að Guðni mun ekki klæðast Man Utd peysunni í dag, hún var skilin eftir í landi hjá Láru, hann treysti sér ekki sjálfur til að þvo djásnið. En það hefur heyrst að hann ætli að skarta medalíunni í tilefni dagsins. Ekki er vitað hvort sparkspekingurinn Atli Rúnar Fel klæðist sinni Arsenal treyju, en skemmst er frá því að segja að eftir að hann fór að klæðast nýju peysunni hefur jafnteflis manía hrjáð Arsenal liðið.

Netið og síminn hefur verið úti í dag vegna bilunar í jarðstöð hjá Thor í Noregi en er nú komið í lag.


Leit og lítið að frétta

Nú eru flest skipin að leita sem hífað hafa í morgun, lítill afli hjá skipunum í dag. Við hífðum 300 tonn síðast eftir mjög langan drátt og er afli í skipi þá um 1900 tonn. Annars lítið að frétta nema  það helst að í gærkveldi var torfkofamatur, svið og hangiket. Það er nefnilega ekki hægt að bjóða Stebbi og kjamminn hanseingöngu uppá svið vegna matvendi skipstjórans og eldar kokkurinn alltaf hangiket líka svo að hann fái eitthvað að borða karl greyið. En sumir glöddust mjög og sagðist Stefán vera viss um að þessi haus væri ættaður frá Hnaukum í Álftafirði, hann kannaðist við andlitsdrættina. Æstust menn svo mjög við hausaátið þegar talið barst að því að mynd með Hannibal Lecter yrði sýnd í sjónvarpinu um kvöldið, en engum varð meint af.

Frekar dapurt fiskirí

Hífð í morgun 250 tonn eftir langan drátt. Á svæðinu eru núna 16 skip 9 íslensk 6 færeysk og 1 frá Spáni. Trollinu kastað aftur rétt fyrir hádegi, að því búnu sest að snæðingi hjá brytanum okkar Sigurði Færeying, eins og hann er oftast kallaður, boðið var upp á sjálftökuborð að hætti brytans, sem samanstóð af síld smorrebrod og tilbehorende.   Hér er svo ein mynd af brytanum að störfum.Mr Sigurður Joensen bryti

Haugasjór og hálfbræla

Óðinn að slaka trollinuOg eitthvað lætur undan, tjakkur i kraftblökk brotnaði. Dældum 400 tonnum úr pokanum og erum farnir að toga aftur. Guðni yfirmússi er búin að festa blökkina með keðjum í réttri stellingu, Atli Fel 4 vélstjóri og Stebbi Kongó 5 vélstjóri voru hans hægri og vinstri hönd við verkið.

Annars allt gott að frétta hér allir hressir og Óðinn Leifsson setti nýtt persónulegt met í gær hann hljóp milli borðsals og brúar 103 sinnum. Og í tilefni af því sett mynd af honum hér við að slaka trollinu, svo allir geti séð hversu vel hann er á sig kominn.


Þolinmæðisvinna

Löng tog á kolmunnanum þessa daganna, í morgun hífð 400 tonn og afli þá orðinn 950 tonn. Púllarar glaðir í dag en Nallarar sorgmæddir. Í kvöld verður Guðni Þór örugglega í Man Utd búningnum sínum með medalíuna hangandi á sér sem hann fékk þegar hann gekk í klúbbinn. En hann sagði skilið við Liverpool fyrir áramót og sagði sig úr klúbbnum hér um borð þar sem hann var skemmtanastjóri. þannig að nú eru 3 eftir í Liverpool klúbbnum hér um borð og Doddi er enn formaður. Vonandi næst mynd af Guðna í búningnum í kvöld  og verður hún þá sett hér inn siðar.

Róleg rólegt

Það er róleg yfir kolmunaveiðinni núna, togað lengi og fremur lítill afli búið að taka tvö höl 250 og 300 tonn eftir löng tog. Veðrið er ágætt hér núna hæg norðvestan átt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband