20.1.2012 | 16:20
Loðna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2011 | 12:44
Loðnuveiðar
Loðnuveiðar hafa gengið vel síðan byrjað var á nýju ári. Búið er að fara 3 veiðiferðir og landa um 5000 tonnum. Veiðiferð 4 stendur nú yfir. Í gær var bætt við kvótann 125000 tonnum og koma 78% af því í hlut íslendinga. Vonandi verður meiru bætt við kvótann, en mönnum finnst mikið af loðnu hafa verið að sjá á miðunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2010 | 12:22
Rólegt og mikil óvissa.
Það er ekki hægt að segja annað en að það sé búið að vera rólegt og útlit á áframhaldandi rólegheitum. Eftir að við kláruðum makríl og síldarkvótann hefur verið legi í höfn. Við lentum þó í þriggja daga björgunarstörfum og sigldum austur í haf þar sem alvarleg vélarbilun varð um borð í Aðalsteini Jónssyni SU-11 og drógum til hafnar hér á Eskifirði. Sú aðgerð gekk mjög vel þó svo að veður væri mjög slæmt.
Verið er að vinna um borð að ýmsum viðhaldsverkefnum og öðru. Eina sem getur komið sjómönnum á uppsjávarskipum til bjargar er að það finnist nóg af loðnu og ekki verði samið um makrílinn.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2010 | 15:38
Síðasti túr fyrir Verslunarm. helgi.
'Eg (Guðni) tók að mér að setja inn eina færslu þar sem aðal síðuritari er í fríi.
Hann á heima á KLAKAVÍK (Húsavík) og er hann þar á MÆRUDÖGUM í ca. 6 stiga hita á C.
Það kom í fréttum að það hafi verið 6000 gestir þar, þeir hljóta að hafa talið með
hunda og fugla.
Stefán (frá Djúpavogi er í frí núa, og er það að frétta af honum í dag að hann
svaf yfir hádegisfréttunum
Af okkur er það að frétta að við verðum í landi á morgunn og förum í verslunarmanna helgar frí,
þá ætla margir að fara eitthvað með ferðavagnana, (sumir eiga splunku nýja með öllu).
Það er ungur drengur með okkur í þessum túr hann Heitir Heimir Andri og er hann
að læra sjómennsku af Pabba sínum (sem er enginn annar en Atli á Eskfirðingi).
Ekki tapa ég eða skipstjórinn þyngd í dag, það var rjómaterta áðan og það
verður líklega ís í kvöld.
Með bestu kveðju frá Guðna á Músalæk (Músalækur er stór jörð sem afi á
og er hún staðsett í Vöðlavík, Þannig að ég og mínir hafa tilkall þar).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2010 | 03:02
Landleið
Góðan og blessaðann, í þessum skrifuðum eigum við einungis tæplega þriggja tíma siglingu eftir á Eskifjörð, er áætluð lending þar 5:45 að staðartíma. Erum við með ríflega 1600 tonna afla í lestum skipsins, mest megnis síld með smá makrílblöndu. Það helsta er það að við höfum haft fiskilöggu með í þessum túr, heitir sá kumpakáti fír Heimir nokkur Karlsson og kemur frá Hornafirði, höfum við haft ánægju að hafa hann með okkur.
Hér er hann í embættisstörfunum, að ná sér í eina af mörgum prufum.
...en þessi en nú sallarólegur á því...
Neineineinei, þetta hefur nú varla verið þarna!!!!!!
Neinei, það var nú bara síldin sem náði athyglinni í þetta skipti.
Þessi hafði nú ekki komið út á dekk í háan herrans tíð, var nú alltaf í koju er verið var að taka trollið, en hann náði nú síðasta holinu og mætti galvaskur á dekkið, eitthvað hefur hann verið búinn að gleyma hvernig öryggisbúnaðurinn átti að snúa en ég er ekki frá því að þetta mundi virka betur svona ef á skyldi reyna.
Þar til næst.
kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2010 | 02:36
Síðasta hol
Já það kom loks að því að kallið kom úr landi, eigum við að vera við bryggju í kvöld, erum við því á okkar síðasta holi. Veiðarnar hafa nú gengið hálf rólega hjá okkur í þessum túr, höfum við verið að leita að síld og virðist vera að litla síld sé að finna, en aftur á móti er nóg af makrílnum og það um allan sjó. Er aflinn um 1550 tonn hér um borð, fengum að vísu ágætt í dag, líka að borða (kem að því síðar), og hífðum +350 tonn af hreinnri síld.
Koma hér nokkrar myndir úr túrnum og látum þær tala sínu máli.
Út úr þokunni líður kynjamynd.........
1.vélstjóri og undirritaður að smíða fyrir stýrimanninn frá Kongó.
Á meðan var yfirvélstjórinn í andlegri hugleiðslu, nei fyrirgefið þið, það voru fréttir í útvarpinu....
Kokkurinn grillaði handa mannskapnum/skepnunum í dag...
...og tóku menn vel til matar síns.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2010 | 04:55
2. síldar/makríll túr
Jæja góðir lesendur, héðan af okkur sullamönnum er svo sem allt fínt að frétta, erum byrjaðir á okkar öðrum túr á síld og makríl, var tekið smá helgarfrí eftir fyrsta túrinn þar sem ekki þótti ráðlegt að byrja of skart eftir svo langt stopp hjá okkur. En þess má geta að við lönduðum um 1000 tonnum af makríl og 860 tonnum af síld eftir fyrstu veiðiferðina. Þegar hér er komið við sögu erum við búnir að taka tvö hol og aflinn 500 tonn, eitthvað er nú rólegt yfir þessu eins og er, en horfum við björtum augum á framhaldið.
Þessi slæddist með í fyrsta holinu, er þetta með þeim stærri makríl sem maður hefur séð og vó hann alls 890 grömm.
Svo var það þessi hér
sem kom líka með í trollið, og eru nú sterkar kenningar um hvaða fisktegund hér sé um að ræða, kannski einhverjir glöggvir blogglesendur þarna úti geta komið með svarið?
En þá að allt allt allt öðru, eða það sem lífið snýst um þessa dagana, og ekkert hefur verið rætt um hér á síðunni, þ.e.a.s. Há Emm. Eru nú tréklossaþjóðin komin í úrslit og mæta þar annað hvort spanjólunum eða nasistunum. En leika tvö síðastnefndu liðin einmitt í kvöld og er kominn smá spenningur í mannskapinn. Mig persónulega langar að sjá Holland og Spán í úrslitum en það kæmi ekkert á óvart að synir Hitlers taki þetta og fari alla leið, hafa þeir spilað einn besta boltann á mótinu og eru snöggir að refsa mönnum. Kemur allt í ljós í kvöld.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.6.2010 | 14:20
Síldar/makrílvertíð hafin.
Komið þið sæl og blessuð gott fólk, já það kom loks að því að hér kæmi svo sem ein ný færsla á þessa síðu, eru nú liðnir tæpir tveir mánuðir síðan hér var skrifað síðast, ástæðan sú að skipið hefur ekki verið í drift síðan í byrjun maí er við kláruðum kolmunnavertíðina og flestir menn í fríi. Var tíminn í stoppinu nýttur í ýmiskonar viðhald, lagfæringar og verkefni sem komin voru á blað hjá vélstjórunum. Einnig fengum við heimsókn frá grunnskólanum á Eskifirði hér um borð, voru krakkarnir að skoða skip og fræðast um sjómennsku. Var svo tekin smávægileg björgunaræfing með þeim þar sem krakkarnir fengu að klæða sig í björgunargalla og hoppa í sjóinn og leyft að finna hvernig svona búnaður virkar. Var þetta gert undir strangri leiðsögn kapteins Grétars og hans manna sem að leiðbeindu krökkunum hvernig bera sig eigi við. Var svo öllum boðið í svala og prins polo á eftir
En þá að skipafréttum, blásið var í herlúðrana á sunnudagsmorgun og landfestar (nánast rótgrónar) leystar og haldið áleiðis á makríl/síldar veiðar. Var trollið látið fara um kvöldið eftir smá leit að einhverjum lóðningum sem hægt var að kasta á. Uppskárum við 200 tonn í fyrsta holinu, hefur þetta svo verið hægt og bítandi á upp leið hjá okkur síðan, erum við búnir að taka 4 hol og aflinn um 1350 tonn að sögn lestarstjórans. Erum við að öllum líkindum á okkar síðasta holi þar sem spáin er ekki allt of góð fyrir morgundaginn og best að nota þá tímann til að létta á sér.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2010 | 11:54
Kolmunaveiðum lokið
Allt tekur víst enda, kolmunakvótinn búinn og við á landleið með síðasta túr. Veiðin var ágæt í þessum túr mjög svipað í hverju hali eða um 350 tonn. Blíðu veður var og tíminn notaður í að þrífa skipið vel utan og innann.
Nú verður að öllum líkindum stopp fram að síld og makríl síðar í sumar og á meðan unnið að viðhadi undir stjórn yfirvélstjórans Guðna.
Þar sem okkar Húsvíski síðustjóri er í fríi verður ekki eins vönduð færsla og venjulega en við reynum að gera okkar besta. Hann dvelur nú heima hjá sinnu spúsu og hefur það örugglega gott.
En finnst byrjað er að segja fréttir af áhafnarmeðlimum og helstu fréttir þá er Sigurjón farinn í sína fyrstu utanlandsferð á árinu höldu að hann sé á leið til Portúgal ekki vitað hvort ferðirnar verða 3 eða 4 á þessu ári. Bjarni var að koma úr golfferð til Spánar, ekki vitað hvort hann var að keppa við kynlífsfíkilinn Tiger sem hefur nú farið hinar ýmsustu holur í höggi bæði í þurrar og blautar. Ekki vitað um frekari ferðalög áhafnarmeðlima í bili en greint verður frá síðar. Þó sást til Björgúlfs á húsbílnum á götum Eskifjarðar, vakti bílinn mikla athygli, enda engu líkara en að 200 m2 geimskip sé á ferð.
Og að lokum menn voru ekki allir sannspáir um úrslit í enska boltanum en síðasta umferð fer fram á morgun, flestir spáðu þó Chelsea eða Man Utd titlinum nema Grétar hann spáði auðvitað Arsenal fyrsta sætinu. Einhverjir spáðu Liverpool 3 eða 4 en það er nú deginum ljósara að þeir enda sennilega í sæti 7, Dodda og Svenna til lítillar ánægju.
Gott í bili, takk fyrir blogglesturinn og örfáu kommentin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2010 | 05:18
Viðbrögð
Já það stóð ekki á viðbrögðunum sem maður óskaði eftir hér í síðustu færslu, gaman að sjá hvað margir tóku við sér og kvittuðu fyrir innlitið, hafið bestu þakkir fyrir og vonandi verður framhald á slíku. Einnig er svo komið að flestir okkar hér um borð, svei mér þá ef það eru ekki allir, eiga nú betri helming heima fyrir sem ég trúi ekki öðru en fylgist með okkur á þessari síðu, kalla ég hér með eftir viðbrögðum frá þeim líka
Þá að fiskifréttum, ef allt gengur að óskum, þá erum við nú á okkar síðasta holi og er ætlunin að koma með sem ferskasta afla að landi, verður þá allur afli kældur á landleiðinni. Hífðum við eftir hádegið í gær og reyndust vera 400 tonn í sekknum, ekki gekk holið þar á undan eins vel. Áttum við í mesta basli við að hífa trollið inn á tromlu, var þetta það þungt í að kapteinninn mátti keyra vel á því til að reyna lyfta pokanum upp svo hægt væri að hífa. Tókst það að lokum og komum við pokanum á síðuna og hófst dæling, sem gekk ágætlega í byrjun en varði því miður allt of stutt. Steinsökk pokinn og ekkert gekk, endaði með því að eitthvað lét undan, slitnaði stertinn og kranavírinn fyrir fiskidæluna fór sömu leið, en sem betur fer hélt kraftblökkin þessu. Endaði þetta með því að pokinn sprakk, kannski lán í óláni?, og náðum við honum upp með dælunni og öllu saman, má segja að þetta endaði betur en á horfðist, því ekkert grín hefði verið ef poki með nemum, dælu og fleira hefði farið í sjóinn. En það sem við náðum að dæla voru einhver 60-80tonn.
Löndun úr Jóni Kjartanssyni þann 16. apríl sl. (dagsetning á mynd er kolröng)
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar