15.2.2009 | 22:49
Þorrablót hjá áhöfninni
Jæja þá erum við búnir að taka þrjú hol í þessum túr, vorum komnir á miðin að morgni föstudags sl. og létum trollið renna í hafið, biðu menn spenntir eftir afrakstri dagsins og sjá hvernig nýji pokinn virkaði. Fór nú loftið úr flestum áhafnarmeðlimum er búið var að pumpa aflanum um borð, nema nóg var af lofti í Þingeyingnum ennþá, enda alvöru þingeyskt loft þar á ferð. Ákváðu nú menn á stjórnpalli að gefa pokanum annan séns og tókum við eitt hal í viðbót með hann, lét nú árangurinn á sér standa líkt og í fyrra skipti og reyndist ekki vera nema 120 rúmmetrar eftir þessar tvær sköfur. Telja menn að pokinn sé of "þétt riðinn" hvað sem það þýðir nú, en eitt er víst að gott er að vera "vel riðinn".
Meiri partur af maskínustjórum skipsins, Björgólfur yfirmaskínustjóri og Sveinn hinn síungi, ritstjóri þessarar síðu, er hann algjörlega "óriðinn" þessa stundina.
Slóum við gamla pokanum aftur undir og tókum eitt hol í dag og reyndust vera um 150 rúmmetrar af deplunni í honum er við pumpuðum í kvöld.
Héldum við okkar árlega þorrablót hér um borð í gærkvöldi og gerðu menn góð skil af matnum, boðið var uppá það helsta sem tilheyrir þorramat, bæði súrt og nýtt, en töldu menn að það vantaði samt eina matartegundina, en til að vera svona nýmóðins sárvantaði pizzurnar á trogið hjá kokknum, bjargaði hann því flott og hafði heljarinnar pizzuveislu í hádeginu í dag. Tókst honum annars mjög vel með þorrablótið og á hann mikið hrós skilið.
kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svenni minn, þetta er eins og lesa gamla bók eftir halldór laxnes en gerir lesturinn mjög skemmtilegan að vísu. gangi ykkur vel á deppluveiðum.
Eddi Gjé (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 08:00
Sæll Eddi, þakka þér fyrir þessa samlíkingu, ekki amalegt að vera líkt við einn af mestu rithöfundum sem Ísland hefur alið af sér, sjálfu Nóbelsverðlaunahafanum, hygg vor mázki rita bók og verða Nóbelsskáld, hvur veit?
Ritstjóri síðunnar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.