Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Slippur

Á leið í slipp til Reykjavíkur og verðum þar um miðjan dag á morgun, venjulegur slippur ýmsar lagfæringar og málning.


Allt tekur nú enda

Já eins og fyrirsögnin segir til þá er þessum túr að enda kominn og er þetta jafnframt síðasti túrinn hjá okkur á Jóni Kjartanssyni á þessum síldar, og ekki síst, makríls ævintýrum. Má til gamans geta að við höfum fiskað 6000 tonn af makríl í sumar og á þessi túr eftir að bætast við þá tölu. Sló síðasti túr öll met er við lönduðum tæpum 1800 tonnum af makríl og tæp 400 af síld og var aflaverðmætið nærri 60 kúlum efti 6 og 1/2 sólarhring höfn í höfn. Einblíndu menn á stífan sóknarleik í þeim túr og í stuttu viðtali við Kaptein Hjálmar sem ég átti kom fram að við dældum einnig 1100 tonnum í Aðalstein okkar Jónsson í túrnum svo við erum mjög sáttir með þennan árangur hjá okkur og ekki Kapteinn Hjálmar gaf sér smá tíma fyrir myndatökusíst hjá starfsmönnum á stjórnpalli. En í byrjun þessarar veiðiferðar birtist Stéfán stýrimaður með glænýjar sjóbuxur og tjáði mér jafnframt fyrst að þetta hafi verið mettúr þá hStéfán ánægður með nýju buxurnarafi hann splæst á sig nýjum buxum og ekki veitti af. En komu sumir menn með þá skýringu að Viktor hafi keypt þær handa Stéfáni og tjáði hann sig lítið um þau mál hann Stéfán. En hvað sem því líður tekur hann sig helvíti vel út í þeim og má jafnframt bæta því við að hann kom líka ný klipptur í þennan túrinn.

 

 

En að allt öðrum málum, það hefur verið mjög rólegt á miðunum undanfarið, fengum 200 tonn aðfara nótt miðvikudags og kom trollið rifið upp, erum svo komnir núna í túngarðinn og kastaði Alli sínu trolli snemma í morgun og var svo híft í dag og dældu þeir 150 tonnum í okkur og afgangnum í sig. Þökkum við þeim kærlega fyrir það.

Við eigum löndun í fyrramáli og eftir það tekur við þrif og fleira, en erum við að fara með bátinn í slipp til Reykjavíkur í næstu viku og verður kannski lítið um skrif á síðu þessari á meðan, en ef að tími gefst munu vélamenn skipsins kannski leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála í borg óttans.

En að lokum fyrir hönd áhafnarinnar vil ég þakka öllum á Aðalsteini Jónssyni fyrir gott samstarf í sumar og ekki síst sendingunum sem okkur hafa borist frá þeim og óskum við þeim góðs gengis það sem eftir er af síldarvertíðar. Set hér inn mynd af syninum sem ég tók á loðnuvertíð 2006.Aðalsteinn Jónsson SU

 

Mbkv. áhöfnin á Jóni Kjartanssyin SU111


Mæra og mæra og aftur mæra!!!!!

Jæja, þá erum við búnir að taka tvö hol í röð, já þessir yndislegu menn á syninum voru það góðir við okkur að leyfa okkur að kasta okkar trolli aftur eftir að það var híft í fyrrinótt þar sem þeir voru með nóg af hráefni í vinnslutönkum. Pumpuðum þá 450 tonnum í skipið og svo aftur í gærkvöldi 300 tonnum og að auki 100 tonnum yfir í Aðalstein til að fylla á tankana hjá þeim svo þeir yrðu ekki hráefnislausir. Eru þeir með sitt troll í faðmi Ægis eins og er. Er við vorum að toga í skotlínuna frá þeim til að tengja barkann hjá þeim var drátturinn óvenju þungur, hópuðust menn á línuna og toguðu af öllum sálarlífsins kröftum, kom þá í ljós að þessi óheyrilegi pakki fylgdi línunni, varð uppi fótur og fit mærahvernig ætti að ná honum inn fyrir lunningu, fóru menn að undirbúa sig við að slá stroffu utan um pakkann og hífa hann inn á stóra krananum, en að lokum náðist pakkinn innfyrir á mannshöndinni og telja menn að nú sé líkamsræktin komin fyrir þessa vikuna. Var nú pakkanum dröslað afturí og biðu menn spennmeiri mæratir hvað skyldi nú vera í honum, ráku menn upp stór augu er þeir litu ofan í hann, var hann ekki barmafullur af mæru svo að út úr flæddi og auk þess var einn banani og er það nú spurning hver átti að fá hann, kannski einhver þarna úti viti það?

Ákvað nú síðuritari að hann skyldi nú verða skiptastjóri þessa bús svo allir fengju jú jafnt, því öll dýr eru jöfn og þó svo að síðuritari hafi fengið þetta vald að skipta mærunni á milli manna bætti hann ekki við að sum dýr eru jafnari en önnur eins og svínin í Dýrabæ gerðuennþá meiri mæra.. í þeirri stórgóðu bók eftir George Orwell.

Voru allir sáttir við sitt og öll dýr í skóginum vinir og viljum við þakka þefullt af mærussum miklu höfðingjum á Aðalsteini kærlega fyrir þessa frábæru sendingu. Eru menn farnir að velta því fyrir sér hvort að sameiginlegt heilsuátak sé um borð í Aðalsteini og menn lagst á eitt að fara í nammibindindi því sjoppan hlýtur að standa auð eftir þessa sendingu.

Mbkv. Skiptastjóri


Hinsegin fiskidagar að baki......

.....og steikur teknar við. Já kokkurinn var í essinu sínu í dag og framreiddi þvílíkar steikur bæði í hádeginu og í kvöldmatnum eftir að hafa borið fram hinsegin fisk á laugardag þ.e.a.s. hinn sígilda saltfisk, voru menn mjög mis hinsegin við að snæða þann góða fisk en gaman er að geta þess að sá fiskur sem hafður var á borðum er einmitt unnin í Eyjafirðinum, nærri Dalvík þar sem fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur og áttum við okkar fulltrúa þar, þ.e. Mellarinn sjálfur hann Þorsteinn, var hann í góðu yfirlæti með hjólhýsið sitt þar hjá Kidda bróður. En þá að aflabrögðum, erum búnir að taka tvær sköfur og erum að leita í þessum skrifuðum orðum, reyndust vera 350tonn í þeirri fyrri og dældum við svo nokkrum tonnum í Aðalstein okkar úr þeirri seinni og svo restina í okkur Bjarni kominn upp á skiljara með byssunaen voru það um 200tonn. Einmuna blíða hefur verið á miðunum síðan við fórum út og hafa menn nýtt það við ýmis störf, t.d. hafa hásetarnir unnið við að þrífa dekkið hátt og lágt og verið með háþrýstibyssuna á lofti og sást til suma vera miða á saklausa fugla sem að flugu hjá, er suma kannski farið að kítla óþarflega mikið í gikkfingurinn fyrir komandi gæsavertíð.

Heyrst hefur að síðasti túr hafi slegið öll fyrri met hvað varðar aflaverðmæti sem þetta skip hefur borið að landi eftir eina veiðiferð og hefur sá sem þetta skrifar pantað viðtalstíma hjá kapteini Hjálmari um þau mál, meira um það síðar.

Mbkv. Jón Kjartansson SU


Byrjaðir á veiðum á ný

Þá erum við byrjaðir að veiða á ný, var það kapteinn Daði sem að renndi trollinu sínu í hafið um kvöldmatarleytið og eru menn nokkuð bjartsýnir á árangur. Eftir að Tandrabergsmenn höfðu klárað að pumpa uppúr skipinu í löndun var fært og beðið eftir syninum þar sem hann átti eftir að landa í bræðslu og þrífa svo aðra frystilestina, en heyrst hefur að verð á frosinni síld sé í hæðstu hæðum og vonum við innilega að það gangi allt að óskum hjá strákunum á Aðalsteini að frysta. Skiptingin var mjög góð hjá okkur í síðasta túr en það reyndust vera tæp 1800 tonn af makríl og tæp 400 tonn af síld í lestunum. Höfðu Tandrabergsmenn í nógu að snúast því eftir okkur biðu þrjú önnur skip við að komast undir dæluna góðu.Alli Jóns rennir uppað löndunarbryggju og Lundey bíður átekta Voru þetta auk okkar feðga, Lundey NS, sem er á sínum gömlu Hið glæsilega skip Huginn VEheimaslóðum, og Huginn VE, hefur því verið nóg að gera hjá bræðslumönnum Eskju undanfarið við að framleiða fyrsta flokks mjöl en alls lönduðu þessi fjögur skip rúmum 5500 tonnum í þessari lotu. Fóru vélamenn skipsins um borð í Lundey og urðu miklir fagnaðarfundir er Sveinn hitti sína sveitunga þar um borð, en miklar gagngerar breytingar hafa verið gerðar á skipinu frá því að hann hét Jón Kjartansson og óskum við þeim til hamingju með það.

Svo að lokum viljum við bjóða yfirvélamanni skipsins, honum Guðna, velkominn um borð, en hann og frú Lára hafa verið með sitt annað hús í eftirdragi um allt Ísland í sumar og hafa þau komið víða við.

 kv. Sulli


Endaslepptur túr

Já lok þessarar túrar bar skjótt að og siglum við nú söglum þöndum til Eskifjarðar og verðum þar um hádegisbil. Það er mikið búið að mæða á mannskapnum síðustu daga, er við vorum komnir á veiðislóð á sunnudag og ætluðum að renna trollinu í hafið þá lagði annað togspilið hjá okkur niður vinnu og var því hvergi hnikað. Fóru vélamenn skipsins í miklar samningaviðræður við spilið og lögðu fram ýmis tilboð en alltaf neitaði spilið þeim jafn harðan. Var svo komið að nú skildi leita til nýrra sáttasemjara og eftir að menn höfðu skoðað þann samning og fínpússað hann var hann lagður fram og samþykktur einróma, þökkum við þeim sáttasemjara vel fyrir, og gátu menn nú rennt trollinu í hafið. Um kvöldið var svo ákveðið að kíkja í vörpuna og reyndust vera 500 tonn í henni sem við pumpuðum yfir í Alla okkar Jóns en við höfum verið að toga með okkar trolli þar sem bæði troll hjá syninum eru í lamasessi.Alli að ná í barkann

Áttum við þá næsta hol. Er öll ljós voru farin að loga upp á stjórnpalli var ákveðið að hífa eftir kjarngóðan hédegisverð og kom þá andskotinn sjálfur í ljós og hafði hann hlaupið um allt troll og haft sína hentisemi á þeirri þeysireið. Voru góð ráð dýr hvernig ætti að ná þessu öllu saman um borð heilu og höldnu og unnu allir saman sem einn við að leysa úr flækjunni. Handagangur í öskjunniTókst það mæta vel eftir þó nokkurn tíma og gátu menn hafist handa við að dæla úr sekknum. Dældum við 600tonnum í okkur og náðum þar með að fylla okkur næstum því og vantar bara 50 tonn til. Tjáðu fróðir menn okkur það að aldrei hafi verið fylltur báturinn í fjórum holum né fengið svona stórt hol eins og fyrsta holið var (950 tonn) eru menn mjög kátir með þann árangur, og því má bæta að eitt af þessum fjórum holum var aðeins 250 tonn. Síldin á leið í lestar

Í gærkvöld þegar átti að láta trollið renna í greipar Ægis kom andskotinn sjálfur aftur í ljós með sína þeysireið um trollið, var því ákveðið að nú þyrfti að leita til galdrakarla til að losa sig við andskotann sjálfann úr trollinu, var þá stefnan tekin á Eskifjörðinn þar sem Stéfán netagerðarsnillingur mun beita öllum sínum töfrum til að hrekja burtu andskotann.

Sjáumst í næsta stríði.

Áhöfnin á Sulla


Rólegt yfir því....

já rólegt hefur verið hér um borð það sem af er Verslunarmannahelgarinnar og hafa skemmtanahöld gengið mjög vel. Engin fíkniefnamál eða kærur hafa borist lögreglunni eins og er, en í kvöld verður aðaldagskrá helgarinnar og má búast við margmenni. Þá munu menn (og konur) safnast saman eftir sunnudagssteikina og marsera fram á bakka og hlýða á bakkasönginn sem meistari Daði ætlar að stjórna um borð í Alla okkar. Vonumst við til að það verði búið að bindast traustarböndunum góðu við þá áður en sú athöfn hefst svo við heyrum vel í honum. Má til gamans geta að nóg er til af blysum til að tendra og mynda hina einu sönnu bakkastemmningu.

En að allt öðrum málum, eftir að búið var að dæla 250 tonnum úr pokanum í nótt var ákveðið að leita á önnur mið, siglum við nú í norðurátt til að freista þess að fá meiri afla, en fréttir herma að matarkistan hans Stéfáns stýrimanns hafi verið orðin tóm, en ljáði Stéfán mér það í stuttu viðtali í morgunsárið að hann væri með falskan botn í kistunni sem hann vildi eiga til hörðu áranna.

Mbkv. áhöfnin á Jóni Kj.


Góður dagur í dag og verslunarmannahelgin framundan

Jæja þá eru menn búnir að jafna sig eftir þetta risa hol í gær, og farið að slaka á taugunum hjá mönnum hér um borð, en eftir það var komið að syninum sem að átti mjög góðan dag, hífði hann 500 tonn eftir snarpan sóknarleik. Var þá komið að okkar æðstu ráðamönnum hér um borð að láta trollið síga í hafið og tengjast traustar böndum við soninn, gekk það allt snurðulaust fyrir sig. Eftir að menn voru búnir að kýla vömbina út eftir hádegismatinn var ákveðið að kíkja í vörpuna og reyndust vera 450 tonn af góðri blöndu af makríl og síld og hafði makríllinn sigur úr bítum bæði úr fortalningu og aðaltalningu. Er þetta því búið að vera mjög gott hjá okkur feðgum það sem af er þessum túr.

Vegna þess að fríhelgi verslunarmanna er framundan bryddaði kokkurinn fram nýjungum hér um borð, en hún bakaði þessar dýrindis pizzur ofan í okkur úlfana og má nefna að sumir voru orðnir svo spenntir að þeir réðu ekki við sig og komu spangólandi að matarborðinu. Það er einmitt um þessa helgi sem að mest er að gera hjá verslunarmönnum og minnst er um fríið, kassinn bólgnar út af aurum úr vösum almúgans.

Birta tekur eina af mörgum pizzum út ofninumBirta tekur eina af mörgum pizzum út úr ofninum.

Var þessum pizzum gerð góð skil og er óhætt að segja að Birta hafi staðið sig mjög vel í þessum pizzubakstri og reyndar síðan hún kom hér um borð.

Gummi, Emil og Viktor á meltunni.

 

 

                             

                                                                              Gummi, Emil og Viktor á meltunni.

Svo viljum við minna á alla þá sem leggja land undir fót um þessa mestu ferðahelgi ársins að ganga vel um land og þjóð og ganga hægt um gleðinnar dyr svo allir komist nú heilir heim á ný.

Við óskum ykkur öllum góðrar helgar, til sjós og lands.

Kv. rauðhetta og úlfarnirSmile


Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband